fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Nýtt í bókahillunni: Frábærar frumraunir og gamalreyndir spennusagnakonungar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt í bókahillunni: Bækur þessarar viku eru þrjár frumraunir frá frændum okkar á Norðurlöndum, bækur sem koma út á íslensku í þessari viku. Og tvær bækur á ensku eftir vinsælustu spennusagnameistara heims.

Frábærar frumraunir

Örlagasaga um vináttu og minningar: Frá vinum okkar Svíum kemur Rauða minnisbókin, frumraun fjölmiðlakonunnar Sofiu Lundberg. Fjallar hún um hina 96 ára gömlu Doris sem hefur frá tíu ára aldri skrifað nöfn allra sem skiptu hana máli í lífinu í rauða minnisbók. Nú nánast vina- og ættingjalaus ákveður hún að skrifa ævisögu sína byggða á minnisbókinni. Frábær frumraun um ást, vináttu, hamingju og sorg. Ef þér líkaði við Gamlingjann sem skreið út um gluggann og Maður sem heitir Ove þá muntu elska þessa bók.

Sálfræðitryllir sem grípur mann frá fyrstu málsgrein: Danski blaðamaðurinn og sagnfræðingurinn Anne Mette Hancock skrifar Líkblómið, sem fjallar um blaðamanninn Heloise Kaldan, sem telur sig búa yfir góðu skúbbi, en allar heimildir hennar reynast falsaðar. Anna Kiel, sem er eftirlýst fyrir morð á ungum lögfræðingi, sendir henni bréf. Kaldan fer að kanna málið, annað morð er framið. Eru morðingjarnir tveir, hvernig tengjast málin Kaldan og er líf hennar sjálfrar í hættu?

Ógleymanleg og ljúfsár sönn saga um sorg, missi, lífið og dauðann: Í Hvert andartak enn á lífi, fyrstu skáldsögu hins sænska Tom Malmquist, sem er fyrrverandi íshokkíleikari, segir hann frá eigin lífsreynslu. Hann og Karin, kona hans, áttu von á sínu fyrsta barni þegar Karin var greind með hvítblæði undir lok meðgöngunnar. Dóttirin er tekin með bráðakeisaraskurði og Tom upplifir ólýsanlega martröð á hlaupum sínum um gangana á milli vökudeildarinnar og gjörgæslunnar; á milli lífs og dauða. Þegar hann snýr heim er hann einn með litlu dóttur sinni og sárri sorginni. Og fáeinum mánuðum síðar missir hann föður sinn, sem hann hefur alltaf átt flókið samband við. Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016, hlaut bókmenntaverðlaun Karin Boye og menningarverðlaun DN. Spænska blaðið El País útnefndi hana eina af bestu bókum áratugarins um líf og dauða.

Spennusagnameistarar spinna nýja vefi

Kyngimögnuð spenna: Nýjasta bókin úr smiðju hrollvekjukonungsins Stephen King er The Outsider, sem fjallar um hafnaboltaþjálfarann Terry Maitland sem er grunaður um morð á 11 ára gömlum dreng. Lögreglumaðurinn Ralph Andersen er miður sín vegna málsins, en Maitland þjálfaði einnig son hans. Öll sönnunargögn benda á Maitland, sem hins vegar er með fjarvistarsönnun og var ekki í bænum þegar morðið var framið. Geta menn verið á tveimur stöðum í einu?

Pólitískur tryllir úr smiðju raðritarans Patterson: Spennusagnametsöluhöfundurinn James Patterson sem spýtir fleiri bókum frá sér á ári en flestir rithöfundar gera á heilli mannsævi, fær engan annan en Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem meðhöfund í nýjustu bók sinni, The President is Missing.
Líkt og nafnið bendir til þá hverfur forseti Bandaríkjanna, fyrrverandi hermaður, á sama tíma og leyniþjónusta Bandaríkjanna á undir högg að sækja vegna netárása. Reynsla Clinton úr forsetatíð hans er einstök viðbót við frásagnargáfu og rússíbanareið Patterson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Hann kunni ekki ensku þegar hann flutti til Bandaríkjanna 1997 – Nú á hann 340 milljarða

Hann kunni ekki ensku þegar hann flutti til Bandaríkjanna 1997 – Nú á hann 340 milljarða
433
Fyrir 9 klukkutímum

Þýskaland sér um sína: Leikurinn færður vegna Chelsea

Þýskaland sér um sína: Leikurinn færður vegna Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grófustu lið ensku úrvalsdeildarinnar: Manchester United ofarlega

Grófustu lið ensku úrvalsdeildarinnar: Manchester United ofarlega
433
Fyrir 11 klukkutímum

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk

Tölfræðin með Mustafi í liði gegn Van Dijk
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Austurrískur borgarstjóri líkir flóttamönnum við rottur – „Flýtið ykkur á brott“

Austurrískur borgarstjóri líkir flóttamönnum við rottur – „Flýtið ykkur á brott“