fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Valgarður kom að móður sinni eftir sjálfsvíg og féll eftir fimm ár án neyslu: „Hún skrifaði nokkur sjálfsvígsbréf, stíluð á mig og aðra í fjölskyldunni“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn Valgarður Bragason hefur nú nýlokið við sýningu í Gallerý Port. Hann er í dag tveggja barna einstæður faðir og er þakklátur fyrir hvern dag enda hefur hann upplifað margt á sinni ævi. Æska hans var erfið bæði vegna aðstæðna á heimilinu og í Landakotsskóla var hann beittur grófu ofbeldi, andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Snemma ánetjaðist hann morfínskyldum lyfjum og um tíma var hann hætt kominn vegna neyslunnar. DV ræddi við Valgarð um ævi hans og raunir.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Sjálfsvíg mömmu

Um tíma fór Valgarður í bókmenntafræðinám í Háskóla Íslands en hann fann sig ekki þar. Á þeim tíma var hann einnig farinn að feta sömu slóð og móðir hans í skáldskap. Hann orti ljóð og gaf út bækur. Hjá SÁÁ fékk Valgarður leiðsögn um skaðsemi morfín- og áfengisneyslu sem hann meðtók. Hann sá fram á að ef hann héldi áfram á sömu braut myndi hann enda annaðhvort í fangelsi eða gröfinni. Það sem vantaði hins vegar var skýr stefna, einhvern annan valkost.

Eftir meðferðina flutti hann til Kaupmannahafnar og fór í nám í Alexanderstækni. Það er aðferð í líkamsbeitingu sem tónlistarfólk og aðrir hópar hafa tileinkað sér. Um tíma starfaði hann einnig í bókabúð. Á þeim tíma ánetjaðist hann kannabisefnum.

„Margir segja að þetta sé miklu skárra en harðari efnin, en þetta er engu að síður mjög hættulegt. Maður verður mjög tæpur á geði, þunglyndur og með ofsóknarbrjálæði. Minnið fer líka.“

Árið 1997 flutti hann aftur heim til Íslands og fór að vinna hjá Smekkleysu við að hengja upp tónlistarplaggöt. Hann starfaði við það í tíu ár og margir muna eftir honum seint um nóttu í miðbæ Reykjavíkur með límfötuna í annarri hendi. Þá var hann einnig farinn að fást við myndlist, var kominn í sambúð og átti sína eigin fjölskyldu. Vorið 2000 var hann búinn að vera edrú í fimm ár og lífið var gott. Þá kom áfallið. Valgarður segir:

„Ég sat á kaffihúsi og var að kjafta við vin minn. Skyndilega fannst mér eins og eitthvað flygi í gegnum hausinn á mér, eitthvað kalt. Það fyrsta sem ég hugsaði var: Mamma! Ég stóð upp og hljóp út og rakleiðis heim til hennar. Þá fann ég hana dána. Henni hafði tekist því miður að fyrirfara sér eftir langt stríð við þunglyndi og fíknisjúkdóm sinn. Hún hafði skipulagt þetta vel og stillt upp merktum hlutum í íbúðinni fyrir þann sem kæmi að. Hún skrifaði nokkur sjálfsvígsbréf, stíluð á mig og aðra í fjölskyldunni.“

Valgarður hringdi á lögreglu og sjúkrabíl sem komu um hæl og sóttu hana. Eftir að það var búið ákvað Valgarður að hreinsa íbúðina af öllu tengdu lyfjum. Hann vildi ekki að aðrir sæju það.

„Allt í einu stóð ég með fullan haldapoka af lyfjum. Verkjalyfjum og lyfseðilsskyldu amfetamíni. Ég fargaði þessum poka en innan við sólarhring síðar var ég fallinn. Þá fór ég í greni til morfínsala sem ég þekkti, var hjá honum í nokkra daga og byrjaði að sprauta mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“