fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Brynhildur ætlaði að raka af sér hárið ef Svala kæmist ekki áfram – Efndi loforðið strax daginn eftir

Alþingiskonan fyrrverandi hafði óbilandi trú á íslenska framlaginu

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 10. maí 2017 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynhildur Pétursdóttir, skrifstofustjóri Neytendasamtakanna á Akureyri og fyrrum alþingismaður, hafði mikla trú á Svölu Björgvinsdóttur Eurovision. Skömmu fyrir útsendingu RÚV í gær lýsti hún því yfir á Facebook-síðu sinni að hún myndi raka af sér hárið ef Svala kæmist ekki áfram upp úr riðlinum.

Eins og alþjóð veit sat Svala, sem og íslenska þjóðin, eftir með sárt ennið. Má segja að Þórðargleði hafi gripið um sig hjá vinum Brynhildar sem biðu spenntir eftir því að loforðið yrði efnt.

Brynhildur beið ekki boðanna og skellti sér í stólinn hjá hárgreiðslukonunni Evu Dögg í dag. Hún birti síðan mynd af afrakstrinum á Facebook-síðu sinni. Voru flestir vinir Brynhildar nokkuð sáttir með efndirnar en þó ekki allir. „Þessi pólitíkusar. Lofa einhverju. Og svo eru efndirnar eitthvað allt annað en maður bjóst við,“ sagði samherji hennar á þingi, Róbert Marshall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“