Fjölmiðlakonan Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, er í viðtali í nýjasta tölublaði Akureyri Vikublaðs ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Þór Magnússyni. Viðtalið er líflegt og skemmtilegt og þar rifja hjónin meðal annars upp að þau hafi kynnst á Broadway árið 2007 og verið saman síðan. Kristján er sveitarstjóri Norðurþings en hjónin fluttu úr borginni fyrir þremur árum og kunna mjög vel við sig á Húsavík þar sem þau búa.