Leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson segist trúa á drauma og leitaði hann til Facebook-vina sinna til að ráða einn slíkan. Aðfaranótt fimmtudags dreymdi hann að hann hefði hitt sjálfan Donald Trump Bandaríkjaforseta í risastórri byggingu. Donald vildi heilsa Jóni, en ekkert varð af handtakinu því Jóni gekk illa að ná hanska af hönd sinni. Fleiri komu við sögu í draumnum, meðal annars Guðni Th. Jóhannesson. Jón biðlaði til draumspakra Facebook-vina sinna um að ráða drauminn.