fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Brynjar: „Ég sæti einelti af hálfu Smartlands“

Auður Ösp
Sunnudaginn 19. mars 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er lítt hrifin af Smartlandinu á mbl.is og þær fréttir sem birst hafa um hann á vefsvæðinu undanfarið. Gengur Brynjar jafnvel svo langt að saka Mörtu Maríu, umsjónarmanns Smartlandsins um einelti.

Í grein Smartlands á dögunum var sagt frá því að Brynj­ar hefði farið í heilsu­fars­mæl­ingu í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu en mælingin var Brynjari ekki beinlínis hagstæð. Notast var við svokallað Boditrax-tæki.

„Boditrax-tækið seg­ir að heilsu­farið sé eins og hjá 70 ára manni, en Brynj­ar er ekki nema 56 ára,“ segir í grein Smartlands og þá kemur fram á öðrum stað.

„Brynj­ar þarf þó ekki að ör­vænta því með því að byrja að hreyfa sig og taka aðeins til í mataræði sínu get­ur heil­mikið gerst.“

Eitthvað virðast ummæli smartlands hafa farið fyrir brjóstið á Brynjari sem ritar í færslu á facebooksíðu sinni:

„Ég sæti einelti af hálfu Smartlands. Þar er haldið fram að ég búi í 70 ára gömlum líkama og vitnað í ónýta tölvu.“

Brynjar skilur heldur ekki hvers vegna fagrir lokkar hans eru ekki gerðir að umfjöllunarefni á Smartlandinu.

„Svo kemst ég ekki á lista stjórnmálamanna með fallegasta hárið, sem er með miklum ólíkindum.“

Þá spyr Brynjar hvort Smartland hyggist jafnvel ganga svo langt að sniðganga hann þegar kemur að því að velja kynþokkafyllstu stjórnmálamenn landsins.„ Þá verða þau fullkomlega ómarktæk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri