fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Glatt á hjalla á Menningarverðlaunum DV

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 17. mars 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV voru veitt í 38. sinn í Iðnó síðastliðinn miðvikudag. Glatt var á hjalla og mikil stemning meðal gesta sem fjölmenntu á hátíðina.

Silja Aðalsteinsdóttir, formaður dómnefndar í leiklist, og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.
Í hátíðarskapi Silja Aðalsteinsdóttir, formaður dómnefndar í leiklist, og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sjón hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir Ég er sofandi hurð. Sjón var erlendis en eiginkona hans, Ásgerður Júníusdóttir, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Sjón hefur unnið Menningarverðlaun DV fyrir allar bækur sínar í þríleiknum CoDex 1962.
Þrenna hjá Sjón Sjón hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir Ég er sofandi hurð. Sjón var erlendis en eiginkona hans, Ásgerður Júníusdóttir, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Sjón hefur unnið Menningarverðlaun DV fyrir allar bækur sínar í þríleiknum CoDex 1962.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Úlfar Þormóðsson og Jóhann Hauksson voru í hátíðarskapi. Jóhann heldur hér á blómvendi stjúpdóttur sinnar, Hildar Guðnadóttur, sem vann verðlaunin fyrir tónlist.
Kampakátir félagar Úlfar Þormóðsson og Jóhann Hauksson voru í hátíðarskapi. Jóhann heldur hér á blómvendi stjúpdóttur sinnar, Hildar Guðnadóttur, sem vann verðlaunin fyrir tónlist.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Jón Rafnsson á kontrabassa og Ómar Einarsson á gítar léku ljúfa tónlist.
Tónlistarmenn af lífi og sál Jón Rafnsson á kontrabassa og Ómar Einarsson á gítar léku ljúfa tónlist.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Aðstandendur Stockfish-kvikmyndahátíðarinnar voru kampakátir með menningarverðlaun sín í flokki kvikmynda.
Hamingjusamir sigurvegarar Aðstandendur Stockfish-kvikmyndahátíðarinnar voru kampakátir með menningarverðlaun sín í flokki kvikmynda.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ásrún Magnúsdóttir og stelpurnar  í dansverkinu Grrrls sigruðu í lesendakosningu DV og mættu stoltar upp á svið í Iðnó.
Stelpur sigra Ásrún Magnúsdóttir og stelpurnar í dansverkinu Grrrls sigruðu í lesendakosningu DV og mættu stoltar upp á svið í Iðnó.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það var vel mætt á athöfnina og áhuginn skein úr andlitum gesta.
Fjölmenni í Iðnó Það var vel mætt á athöfnina og áhuginn skein úr andlitum gesta.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Guðrún Ingólfsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Eyjólfur Pálsson í Epal og Ingibjörg Gunnarsdóttir.
Mættu að sjálfsögðu með góða skapið Guðrún Ingólfsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Eyjólfur Pálsson í Epal og Ingibjörg Gunnarsdóttir.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri