fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Gengið saman í 10 ár: Nisti fyrir nútímakonur

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 17. mars 2017 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Göngum saman fagnar 10 ára afmæli í ár og af því tilefni er ýmislegt á döfinni. Hlín Reykdal ríður á vaðið nú í mars en hún hefur hannað nisti í tveimur litum sem verða seld á næstu dögum til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini.

Omnom verður með sérstakan súkkulaðiglaðning í apríl, Hildur Yeoman hannar boli og fleira fyrir mæðradagsgönguna 14. maí og Landsamband bakameistara leggur félaginu lið með sölu á brjóstabollum mæðradagshelgina eins og undanfarin ár. Í haust er svo fyrirhugað afmælismálþing félagsins.

Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og hefur veitt íslenskum vísindamönnum 70 milljónir í styrki frá upphafi. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar og vikulegar göngur félagsins eru opnar öllum áhugasömum. Upplýsingar um stað og stund er að finna á heimasíðu samtakanna gongumsaman.is og á facebook síðu félagsins.

Salan á nistunum hefst laugardaginn 18. mars klukkan 15:00 með gleðistund í verslun Hlínar á Fiskislóð 75. Í tilkynningu frá Göngum saman segir:

„Nistin verða seld hjá Hlín í tvær vikur, eða meðan birgðir endast. Einnig er tekið við pöntunum í gegnum skilaboð á Facebook síðu félagsins ef fólk vill fá nisti í póstkröfu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri