fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Hrefna Líf ákvað að gefa syni sínum ekki brjóst

-Upplifði mikla fordóma -Finnst brjóstamafían of hávær

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 16. mars 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Margar mæður upplifa brjóstagjöf sem fallegasta tíma lífs síns. I call bullshit!“ Þetta segir hin nýbakaða móðir, Hrefna Líf Ólafsdóttir, sem tók ákvörðun um að gefa barninu sínu ekki brjóst þegar hún var komin 6 mánuði á leið.

Hrefna Líf ræðir opinskátt um þessa ákvörðun sína í pistli sem birtist á Bleikt.is. Þar segir hún að fæstir hafi tekið vel í þessa ákvörðun hennar. Ástæðuna að baki ákvörðuninni má rekja til þess að árið 2007 var Hrefna Líf greind með geðhvörf2, kvíðaröskun og slæmt þunglyndi.

„Í 10 ár hef ég reynt að lifa með því og hefur það vægast sagt gengið brösulega. Ég hef trekk í trekk fallið úr námi og mistekist í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Einfaldlega þar sem að ég hef aldrei sett mér raunhæf markmið og alltaf tekið allt á hörkunni.

Þá segir Hrefna Líf:

„En hvað kemur það brjóstagjöf við kannt þú að spyrja þig. Jú þeir sem eru með geðhvörf 2 eru í 50-70% meiri hættu að fá svæsið fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðingar.“

Þetta er ástæðan fyrir því að Hrefna Líf ákvað að gefa barninu sínu ekki brjóst.

„Ég talaði við minn lækni í upphafi meðgöngunnar og í samráði við hann tókum við út þau lyf sem ekki mætti taka á meðgöngu. Mátti ég svo byrja að taka þessi lyf aftur eftir að barnið væri fætt svo lengi sem að barnið væri ekki á brjósti. Þar sem að þau lyf skila sér út í brjóstamjólkina. Ég tók því meðvitaða ákvörðun um að setja sjálfa mig í fyrsta sæti. Svo að þegar barnið kæmi í heiminn gæti ég sinnt því eins vel og heilsa mín biði upp á. Sem hefur svo sannarlega skilað sér. Enda gengur lífið hjá barni og móður eftir óskum.“

Með góðum svefni hefur Hrefnu náð að halda geðheilsunni í góðu standi. „Ég er í besta jafnvæginu þegar ég fæ minn svefn og næ að gera hlutina vel. Restina sjá lyfin mín um.“

Hrefna Líf segir undir lok pistilsins að „brjóstamafían svokallaða“ sé oft með of háa rödd.

„Það er vissulega best fyrir barnið að fá móður mjólkina. En það er enn betra fyrir móður og barn að öllum líði vel og nái að njóta stutta tímans sem þessir fyrstu mánuðir eru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni