fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fókus

„Hvar er Vigdís Hauksdóttir þegar þjóðin þarf á henni að halda?“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 14. mars 2017 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Illugi Gunnarsson rak heila kosningabaráttu fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2009 sem gekk út á að taka upp evruna með önfirskum göldrum án þess að ganga í ESB.“

Þetta segir Össur Skarphéðinsson um þriggja manna verkefnisstjórn sem nýverið var skipuð. Er henni ætlað að endurmeta íslenska peningastefnu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra skipaði stjórnina en ekki frændi hans Benedikt. Málefni Seðlabankans voru færð frá fjármálaráðuneyti til Bjarna skömmu eftir áramót. Illugi og Bjarni eru pólitískir samherjar til margra ára. Markmið verkefnastjórnarinnar er að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika svo vitnað sé í tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Össur Skarphéðinsson gerir sér mat úr nefndinni á samskiptamiðlum og er yfirskriftin Fordyri helvítis. Þar fjallar hann um nefndarmennina en ásamt Illuga eiga þar sæti Ásgeir Jónsson og Ásdís Kristjánsdóttir. Össur gefur þeim þessa umsögn:

„Ásgeir Jónsson er með krónískan evrusvima þrátt fyrir gott uppeldi og Ásdís Kristjánsdóttir er þekkt fyrir hagfræðilega skynsemd. Þessu stórhættulega fólki er sem sagt trúað fyrir því að móta nýja peningastefnu. – Þarf þá ekki að fara að endurvekja Heimssýn og bjarga Íslandi aftur?“ spyr Össur sem finnst þó vanta lykilmann í nefndina. „Hvar er Vigdís Hauksdóttir þegar þjóðin þarf á henni að halda?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Ragga Holm og Elma trúlofaðar