fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Margir minnast Bjarna Salvars: „Duglegri, samviskusamari og kurteisari dreng er erfitt að finna“

Var jarðsunginn í dag – „Hann kenndi mér það að maður á ekki dæma bókina eftir kápunni“

Kristín Clausen
Mánudaginn 13. mars 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hjörtu okkar og krakkanna frá munaðarleysingjaheimilinu eru með ykkur í dag og alla daga“ segir Lilja Marteinsdóttir í minningargrein um Bjarna Salvar Eyvindsson sem lést af slysförum í Suður-Afríku þann 18. febrúar síðastliðinn. Lilja heldur utan um sjálfboðastarfið sem Bjarni var í þegar hann lést.

Einstakt viðhorf

Líkt og áður hefur komið fram lést Bjarni, sem var 19 ára, samstundis eftir höfuðhögg þegar hann féll niður af útsýnissyllu á Table Mountain við Höfðaborg. Útför Bjarna fór fram í Víðistaðakirkju í dag.

Lilja sem rekur hjálparsamtökin Norðursuður segir að andi Bjarna hafi verið einstakur og viðhorf hans, að láta ekkert stoppa sig, sé það sem þau reyna að kenna börnunum í fátækrahverfunum.

„Bjarni var fyrirmynd þeirra og allra okkar sem eftir sitjum. Afríka kennir að þegar það er vonleysi þá er von, þar sem er myrkur þar er ljós, þar sem er barn þar er bros. Og það er með viðhorf Bjarna að leiðarljósi „Never give up“, gefast aldrei upp, sama hvaða spil lífið gefur okkur, sem við verðum að halda minningu hans Bjarna lifandi í orði og verki,“ segir meðal annars í minningagrein Lilju.

Lét ekkert stoppa sig

Þá syrgja systur Bjarna bróður sinn sárt. Í minningagrein þeirra segir meðal annars:

„Góðmennskan sem einkenndi þig gerði þig að svo einstökum karakter, ótrúlega barngóður og ljúfur. Þér þótti svo vænt um yngri systkini okkar og hafðir endalausa ást að gefa þeim. Þú hafðir augljóslega meira til að gefa og þess vegna ákvaðstu að fara í sjálfboðaliðastarfið. Það hefði verið yndislegt að fylgjast með þér áfram í því, okkur grunar nefnilega að það hefði getað orðið að ævistarfi þínu.“

Vinnuveitandi Bjarna, Dagný Kristín, minnist hans einnig sem eðalpilts sem lét ekkert stöðva sig. „Hann kenndi mér það að maður á ekki dæma bókina eftir kápunni og að maður eigi ekki að láta fötlun sína stoppa sig í því sem maður vill fá út úr lífinu, sama hversu stór eða smá hún er.“

Þá minnist Dagný þess þegar Bjarni kom í fyrsta skiptið inn í búðina til hennar að sækja um starf í september á síðasta ári.

„Ég dáðist að honum fyrir að sækja um starfið, að láta ekki lögblinduna stoppa sig í því. Ég hugsaði með mér að fyrst hann hefði kjarkinn í þetta gæti ég ekki annað en veitt honum tækifæri til að sanna sig. Og það gerði hann sko aldeilis. Duglegri, samviskusamari og kurteisari dreng er erfitt að finna.“

Útför Bjarna fór fram í dag en hans nánustu benda þeim sem vilja minnast hans á styrktarreikning þar sem framlög renna óskipt, í nafni Bjarna, til að byggja barnaheimli í Suður-Afríku: 0140-26-014958, kt. 100782-5459

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Í gær

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts