fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fókus

„Hver sem er gæti lent í hans sporum“

Karólína vill að við hugsum betur um fatlaða fólkið okkar

Kristín Clausen
Mánudaginn 13. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er svo ósanngjarnt. Hann borgaði sína skatta og vann eins og skepna í 45 ár. Þessi maður byggði hálfa Reykjavík. Svo um leið og hann veikist, er orðinn fatlaður, er honum sparkað út í horn. Þannig upplifum við þetta. Hver sem er gæti lent í hans sporum. Þú, ég, börnin okkar. Það er líka fjöldi fólks í hans sporum. Þetta þarf að breytast. Við þurfum að hugsa betur um fatlaða fólkið okkar og veita þá þjónustu sem við sjálf myndum sætta okkur við.“

Þetta segir Karólína Geirsdóttir, sambýliskona, Halldórs Ásgeirssonar sem er lamaður öðru megin og getur lítið sem ekkert tjáð sig eftir a hann fékk blóðtappa árið 2012.

Karólína vill þó koma því skýrt á framfæri hún er alls ekki ósátt við, né sé að gagnrýna, starfsfólkið sem hefur sinnt Dóra frá því að hann veiktist. Það sé allt af vilja gert en sökum manneklu og fjárskorts sé því gert erfitt um vik að sinna hverjum einstaklingi eins vel og það sjálft myndi vilja.

Á virkum dögum fer hann í Hátún sem er dagþjónusta fyrir fólk sem þarfnast endurhæfingar.
Fasti punkturinn í lífi Dóra Á virkum dögum fer hann í Hátún sem er dagþjónusta fyrir fólk sem þarfnast endurhæfingar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sjálf hefði Karólína viljað að Dóri væri í meiri endurhæfingu. Sérstaklega tal- og sjúkraþjálfun. Sú þjónusta er einnig af skornum skammti en Karólína er alveg viss um að Dóri væri kominn með betri færni og gæti tjáð sig betur ef hann hefði fengið viðeigandi aðstoð eftir að hann útskrifaðist af Grensás.

Nánar er fjallað um málið í ítarlegu viðtali við Karólínu í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Ragga Holm og Elma trúlofaðar