Kom í ljós að mynd af henni fylgdi frétt sem sagði að Íslenska ríkið borgaði fólki fyrir að giftast Íslendingum
„Mér fannst þetta bara fyndið“ segir Þórunn Antonía. „Ég hef fengið undarlega mörg skilaboð frá erlendum mönnum undanfarið, nú kom skýringin.“
En mynd af Þórunni Antoníu birtist við frétt á fréttavef á spænsku. Fyrirsögn fréttarinnar segir að stjórnvöld á Íslandi borgi fólki 5000 dollara á mánuði fyrir að giftast íslenskum ríkisborgurum.
Á síðunni er mynd af nokkrum fleiri íslenskum konum til dæmis Sölku Sól söngkonu og Örnu Ýr Jónsdóttur ungfrú Ísland 2015. Það er því spurning hvort bónorðunum hafi rignt yfir þær líka