Búinn að vera á biðlista í nokkur ár
„Dóri skilur allt og hugsar rökrétt. Þó getur hann lítið sem ekkert tjáð sig. Dóri er nokkurs konar fangi í eigin líkama.“ Þetta segir Karólína Geirsdóttir en sambýlismaður hennar, Halldór Ásgeirsson, er fatlaður eftir blóðtappa sem hann fékk í kjölfar hjartastopps árið 2012.
Veikindi Halldórs mörkuðu nýtt upphaf í sambandi þeirra Karólínu sem hefur hugsað um hann síðan. Þrátt fyrir að hlutverkin hafi breyst töluvert vilja þau verja lífinu saman. Karólína er þó orðin langþreytt á því hvað hún fær takmarkaða aðstoð frá kerfinu til að annast Dóra og hún rekst stöðugt á veggi þegar hún leitar eftir úrræðum sem gætu létt þeim lífið.
Dóri er með mikinn bjúg á hægri fætinum en reynslan hefur sýnt að um leið og hann kemst reglulega með fótinn í vatn þá hverfur bjúgurinn. Þrátt fyrir það kemst Dóri ekki að í sundtímum og Mosfellsbær hefur ekki fundið starfsmann sem gæti fylgt honum í sund.
Þetta er ótrúlegt. Um leið og hann kemst í vatn með fótinn minnkar bjúgurinn strax. Við förum stundum til Tenerife í sumarfrí. Þar erum við búin að finna frábært hótel sem er paradís fyrir fatlað fólk. Þar fer Dóri á hverjum einasta degi í sundlaugina. Og þar sem sundlaugin þar er með handrið getur hann gengið hring eftir hring. Auk þess sem þetta er gríðarlega góð æfing, finnur hann tilfinninguna að geta gengið og eftir nokkur skipti í lauginni er bjúgurinn horfinn.“
Nánar er fjallað um málið í ítarlegu viðtali við Karólínu í helgarblaði DV