fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fókus

Dagur aðgengis: „Það þarf ekki allt að vera fullkomið, stundum þarf bara smá breytingar“

Meðlimir NPA miðstöðvarinnar tóku myndbönd þar sem aðgengi er kannað

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. mars 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag, 11. mars, er dagur aðgengis fyrir alla haldinn hátíðlegur hér á landi og víða um heim. Í tilefni af deginum lögðu nokkrir stjórnarmeðlimir og starfsfólk skrifstofu NPA miðstöðvarinnar af stað í skemmtilega bæjarferð og heimsóttu nokkra staði sem hreyfihamlaðir hafa aðgengi að. En NPA miðstöðin heldur utan um málefni þeirra sem nota NPA þjónustu sem er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr.

Á ferð sinni tóku þau upp stutt myndbönd á nokkrum viðkomustöðum. Ein fór til dæmis í klippingu á hárgreiðslustofu sem býður góðan aðgang að vöskum, en gjarnan er óhægt um vik að komast í hárþvott eða litun þar sem aðgengi að vöskunum er takmarkað. Einnig var komið við í verslun þar sem nýlega hefur verið settur upp rampur til að auðvelda aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Þá var komið við á kaffihúsi og í bíó og aðstæður þar kannaðar.

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson formaður stjórnar NPA miðstöðvarinnar, fór á nokkra þessara staða. „Hugsunin með þessu var að vera ekkert endilega að taka fyrir staði með rosalega gott aðgengi heldur að sýna að það þarf ekkert alltaf rosalega mikið til að bæta aðstöðuna,“ segir Rúnar í samtali við DV.

Rúnar heimsótti meðal annars verslunina Álfastein í Hafnarfirði sem hann segir að hafi sett um góða en ódýra laust til að bæta aðgengið. „Rampurinn inn í verslunina kostar örugglega ekkert meira en 20.000, þetta er ekki fullkomið aðgengi, það til dæmis ekki sjálfvirkur opnaði á hurð, en við vildum sýna að það þarf ekkert endilega allt að vera fullkomið. Stundum þarf bara að gera smávægilegar breytingar til að staðir verði aðgengilegri.“

Myndböndin sem tekin voru í bæjarferð NPA miðstöðvarinnar má sjá hér fyrir neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=dY8VT-8i3x4?list=PL5FD6ITveRhzZ1-8lVr8V_X0oAT2slFr0&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu óhollustu skyndibitakeðjur Bandaríkjanna – Máltíðin stundum yfir 2.000 kaloríur

Þetta eru tíu óhollustu skyndibitakeðjur Bandaríkjanna – Máltíðin stundum yfir 2.000 kaloríur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu