Á dögunum birti vefsíðan Bleikt lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn landsins sem hópur álitsgjafa hafði komið sér saman um. Það kom fáum á óvart að fréttamaðurinn Einar Þorsteinsson átti sæti á listanum enda með afbrigðum föngulegur maður. „Eitthvað svo voðalega passlegur og líka með seiðandi rödd,“ var haft eftir álitsgjafa. Vinir og samstarfsmenn Einars hafa hent gaman að tilnefningunni og þegar tilkynnt var um komu Måns Zelmerlöw, sænsku Eurovision-stjörnunnar, í Útvarpshúsið spurði fyrrverandi fjölmiðlamaðurinn Guðfinnur Sigurvinsson hvernig Einari liði að vera ekki lengur sá kynþokkafyllsti í húsinu. „Ég fór heim,“ sagði Einar léttur.