fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Böðum túristana

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 16. mars 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var mögulega óvinsælasta manneskjan á Laugarvatni áðan þegar ég tók að mér endurgjaldslaust að fræða ferðamenn um baðvenjur áður en haldið er til laugar,“ segir Viktoría Hermannsdóttir, fréttakona á RÚV, á Facebook og bætir við að átakið hafi ekki vakið mikla lukku. Hún hafi gert þetta tilneydd „enda er það ógeðslegast í heimi þegar fólk fer óbaðað ofan í.“ Vill Viktoría að ferðaþjónustan fari í átakið „Böðum túristana.“ Annar fjölmiðlamaður, Jóhann Hlíðar Harðarson, segir að Íslendingar kunni aðeins eina reglu og hún sé að baða sig áður en farið er í sund.

„Aðrar reglur kunna þeir alls ekki; þeir kunna ekki að nota stefnuljós, þeir kunna ekki að aka á tveggja akreina götum, þeir kunna ekki að fara í rúllustiga, þeir eru alveg að læra að standa í biðröð, en af því að þeir kunna að baða sig í sundlaugum, þá finnst þeim svo roooosalega skrýtið að aðrar þjóðir heims kunni ekki þá reglu. Öðrum þjóðum finnst skrýtið að Íslendingar líti á þessa reglu sem mikilvægustu reglu alheimsins og virði ekki aðrar reglur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri