Ray, 56 ára, birti myndband á Instagram í tilefni mæðradagsins.
„Rachael, er allt í lagi? Þú lítur ekki vel út,“ sagði einn netverji.
„Það er vitað að hún hefur verið að glíma við persónulega erfiðleika. Góð heilsa er gjöf, verum almennileg eða þegjum. Við vitum ekki hvað annað fólk er að ganga í gegnum,“ sagði einn aðdáandi.
Horfðu á myndbandið hér að neðan, smelltu hér ef þú sérð það ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðdáendur lýsa yfir áhyggjum af stjörnunni. Í september í fyrra birti hún einnig myndband sem vakti athygli en hvorki hún né teymið hennar hafa tjáð sig um málið. En aðdáendur biðla til fólks að sýna henni nærgætni á þessum tíma.