fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 14. október 2025 13:30

Fastagestur Mávsins sá leik á borði og fjármögnunin tók aðeins einn dag. Myndir/Karolinafund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af fastagestum Mávsins, félagsmiðstöð fyrir unga karlmenn í Vestmannaeyjum, ákvað að hefja hópfjármögnun fyrir sófa úr þrotabúi Play til að hafa þar. Kaupin voru fjármögnuð á innan við einum degi.

Skömmu eftir fall flugfélagsins Play þá var greint frá því að innanstokksmunir væru til sölu hjá Efnisveitunni. Meðal gripanna var forlátur hornsófi, vitaskuld eldrauður á litinn. Þennan sófa girntust Eyjamenn.

„Mávurinn er félagsmiðstöð fyrir unga karlmenn í Vestmannaeyjum sem var opnuð haustið 2021 og fagnar því 4. ára afmæli í október. Eigandi Mávsins Almar Benedikt Hjarðar, stuðningsfulltrúi, átti á dögunum pantað flug með Play til Barcelona sem ekkert varð úr,“ segir Baldur Haraldsson, 28 ára tölvunarfræðingur og fastagestur í Mávinum á síðunni Karolina Fund þar sem hann stofnaði fjáröflun fyrir sófanum. „Þess vegna hafa starfsmenn og velunnarar Mávsins brugðið á það ráð að uppfæra sófakost staðarins sem er orðinn ansi lúinn.“

Sófinn var ekki ódýr. Hann kostaði um 400 þúsund krónur. Það tók hins vegar innan við sólarhring að ná því takmarki og gott betur. Hafa 36 manns stutt verkefnið fyrir samanlagt rúmlega 500 þúsund.

Gamli sófinn er orðinn ansi lúinn. Mynd/Karolinafund
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni