fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Fókus
Miðvikudaginn 12. júní 2024 08:58

Frosti Logason Mynd/Baldur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason segir þakklæti vera lykilatriði í lífi sínu og að honum líði oft eins og yfir honum vaki lukkustjarna. Frosti, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, er þriggja barna faðir og ritstýrir tveimur fjölmiðlum samhliða föðurhlutverkinu, þannig að það er sjaldan dauð stund.

„Það er vægast sagt nóg að gera, verandi í nánast 200 prósent vinnu og með þrjú börn. En ef maður hefur virkilega gaman að því sem maður er að gera þá er allt í lagi þó að það sé nánast aldrei dauð stund. Ég hef alla mína tíð verið svo lánsamur að fá að starfa við það sem ég hef gaman að því að gera. Ég hef aldrei þurft að líta á vinnuna mína sem einhverja kvöð og eitthvað sem ég vil ekki gera. Þetta eru ótrúleg forréttindi að fá að sýsla við það sem maður hefur gaman að og hafa tekjur af því. Þannig að þó að það sé brjálað að gera er maður ekki bugaður eða yfirkeyrður. Það gefur manni kraft að gera nákvæmlega það sem maður vill vera að gera. En líf mitt er orðið þannig að dagskráin er ansi þétt nánast alla daga ársins,“ segir Frosti, sem segist mjög þakklátur fyrir líf sitt og að hann upplifi sig sem mjög blessaðan mann.

„Mér líður oft eins og að það vaki yfir mér lukkustjarna og að ég fái mikið af góðum spilum í lífinu og ég er mjög þakklátur. Á hverjum degi fer ég á hnén og þakka fyrir allt það góða í mínu lífi. Það er lykilatriði fyrir mig að iðka þakklæti. Annars getur maður mjög auðveldlega fallið í þann gír að fara að finnast allt ósanngjarnt og fara í samanburð við annað fólk. Það er mikill munur á því hvernig líf þitt er eftir því hvert þú setur athyglina. Það hefur verið mín reynsla eftir að ég breytti lífi mínu og eftir að ég fór í alla sjálfsvinnuna í kjölfarið á því að ég hætti að drekka.”

Hefur breyst mikið

Frosti segist hafa breyst mikið á síðustu árum, ekki síst þegar kemur að getunni til að skipta um skoðun og átta sig á eigin dómhörku. Sjálfsvinna hafi skilað því að hann sjái nú alls kyns hluti í nýju ljósi.

„Þegar svona þverhaus eins og ég var lærir að skipta um skoðun gerast magnaðir hlutir. Það opnast alls konar nýjar dyr og maður sér hluti í allt öðru ljósi en áður. Ég man fyrst þegar ég áttaði mig á því að ég væri komin með allt aðra skoðun á einhverju en ég hafði haft nokkrum árum áður. Fram að því hafði ég alltaf verið svo ofboðslega viss í minni sök. Þegar ég var búinn að ákveða eitthvað var það bara þannig og ekkert gat breytt því,” segir Frosti, sem segir skoðun sína á trú og æðri mætti vera eitt skýrasta dæmið um það hvernig hann hafi breyst.

„Ég var alltaf rosalegur trúleysingi og var búinn að lesa allt sem staðfesti þessa skoðun mína. Ég vissi bara algjörlega af hverju það væri ekki til neinn guð og ég vissi líka af hverju fíflin sem héldu að það væri til guð trúðu því. Það var ekki hægt að breyta þessarri heimsmynd minni. En svo hefur bara rosalega mikið breyst á síðustu árum og ég er ekki trúleysingi lengur. Ég gæti farið í það í löngu máli af hverju ég skipti um skoðun. En aðalatriðið er hvað það opnast margar dyr við það að kunna að skipta um skoðun og hætta að vera þverhaus sem þykist vita allt. Bara það að þessar dyr opnist fer maður að sjá alla veröldina í nýju ljósi.”

Skoðanafrelsi

Frosti og Sölvi ræða í þættinum um samfélagsumræðuna á Íslandi og skoðanafrelsi. Frosti segir mikla hjarðhegðun ríkja á Íslandi og mikill undirliggjandi ótti hjá fólki við að vera ekki í liði með vinsælu skoðuninni hverju sinni.

„Við erum enn stödd á þeim stað að í mörgum málum er í gangi eins konar hátíð um hina ríkjandi skoðun. Stóru fjölmiðlarnir virðast ekki geta farið gegn ríkjandi skoðun, af því að þeir eru styrktir af hinu opinbera og allt sem heitir gagnrýni er komið í algjört aukahlutverk. Ég finn það vel eftir að ég varð sjálfstæður og fór að tjá mig enn frjálsar að það er stór hópur fólks sem er þakklátur fyrir að það sé fjallað um hluti sem fæstir þora að fjalla um. Við á Brotkast erum oft að ræða mál sem stóru fjölmiðlarnir vilja ekki snerta á. Fólk myndi ekki trúa því hve margir senda mér skilaboð til að þakka mér, en segist aldrei myndu segja það opinberlega. Fólk sem segist vilja gera hluti fyrir mig og aðstoða mig til að þakka mér fyrir, en segir á sama tíma að það geti ekki hrósað mér opinberlega. Sem segir manni hvað það er enn mikil undirliggjandi hræðsla í gangi á Íslandi. Það er óþolandi þegar fólk með óvinsælar skoðanir er úthrópað á þann hátt að það sé ekki nógu merkilegt til að vera í fjölmiðlum og fjölmiðlar eigi að passa að það komist ekki að. Slíkur hugsunarháttur lýsir algjöru skilningsleysi á eðli fjölmiðla. Það á ekkert að vera óviðkomandi hlustendum og áhorfendum. Ekki síst ef um er að ræða skrýtnar og öðruvísi skoðanir. En samfélagið er svolítið brennt af því að umræðan er mjög einsleit og inni í boxi.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Frosta og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 6 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri