fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 20. apríl 2024 10:30

Myndir/Instagram @katrinmyrra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég keypti miða aðra leið út til Taílands til að læra jógakennarann og þetta var upplifun sem breytti lífi mínu,“ segir söngkonan, laga- og textahöfundurinn Katrín Myrra Þrastardóttir. Hún er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Katrín Myrra segir frá ótrúlegu ferðalagi hennar um Asíu, en hún ferðaðist ein um fjögurra mánaða skeið til Taílands, Víetnam og Balí þegar hún var 22 ára. Hún segir að þessi reynsla hafi verið dýrmæt og kennt henni margt. Hún segir frá þessu í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, sem má horfa á í heild sinni hér.

video
play-sharp-fill

Hlustaðu á þáttinn á SpotifyApple Podcasts eða hlaðvarpsþjónustu Google. 

Í mars árið 2019 keypti Katrín Myrra miða aðra leið út á vit ævintýranna. Ferðinni var heitið til Taílands til að læra jógakennarann, tveimur mánuðum síðar fannst henni hún ekki tilbúin að koma heim og fór í mánuð til Víetnam og síðan varði hún mánuði á Balí.

„Þetta var eitthvað sem breytti mínum hugsunarhætti og breytti lífi mínu mjög mikið. Í þessu jóganámi var mikið um hugleiðslu, öndun, hreyfingu, vera í tengingu við líkama sinn og svo er heimspeki líka. Ég fékk smá uppljómun þarna úti,“ segir hún.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by katrinmyrra (@katrinmyrra)

„Þetta lét mig sjá lífið í öðru ljósi og þennan vestræna heim sem við lifum í. Þetta er stundum smá bilun hvernig við lifum. Þessi hraði heimur, þessi tækni og hvað við erum stundum ógeðslega ómeðvituð um okkur sjálf, tilfinningar og hugsanir og erum á sjálfstýringu,“ segir Katrín Myrra.

Það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst

Eftir jóganámið hélt Katrín Myrra áfram að ferðast. „Ég var í Taílandi í tvo mánuði, fór svo til Víetnam í mánuð og endaði svo á Balí. Það var ótrúlega gaman, maður var einhvern veginn alltaf að kynnast nýju fólki og fara út fyrir þægindarammann.“

Á þessum tíma byrjaði Katrín Myrra að vera virkari á samfélagsmiðlum. „Ég byrjaði að opna mig meira á samfélagsmiðlum sem var frekar ólíkt mér. [Ég fór að átta mig á því að] það skiptir ekki máli hvað fólki finnst um mann. Ef maður situr vel í sjálfum sér þá skiptir ekki það miklu máli hvað öðrum finnst um hvað þú ert að gera, svo lengi sem þú ert ekki að særa aðra,“ segir hún og bætir við að þessari uppgötvun hafi fylgt mikið frelsi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by katrinmyrra (@katrinmyrra)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by katrinmyrra (@katrinmyrra)

Ári áður hafði Katrín Myrra ferðast til Afríku og sá húnþar allt öðruvísi menningarheim sem setti hlutina í samhengi.

„Það er svo öðruvísi að vera einhvers staðar þar sem fólk lifir ekki við rafmagn, fólk lifir kannski í moldarhúsum og er ekki með skólakerfi og hefur aldrei farið út fyrir sitt landsvæði. Það er svo skrýtið að koma svo heim og sjá alla með símana sína og fólk fer að gráta ef síminn dettur í gólfið og brotnar. Við getum ekki einu sinni séð hvað við höfum það gott,“ segir hún.

Fylgstu með Katrínu Myrru á InstagramTikTok og hlustaðu á tónlistina hennar á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise
Hide picture