fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fókus

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Fókus
Sunnudaginn 29. júní 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólski rithöfundurinn Krystian Bala skrifaði bókina Amok sem kom út árið 2003. Bókin fjallar um hóp sadista sem pyntar og myrðir unga konu. Þeir komast upp með glæpinn, en útgáfa bókarinnar kom upp um glæp Krystians.

Í desember árið 2000 fannst lík Dariusz Janiszewski á floti í ánni Oder í Póllandi. Lík hans var klæðlaust og af áverkum að dæma hafði hann sætt pyntingum. Úlnliðir hans höfðu verið bundnir saman fyrir aftan bak og við lykkju sem hafði síðan verið smeygt um háls hans.

Lögreglan hafði fátt að styðjast við og var málið óleyst í nokkur ár. Rannsóknarlögreglumaðurinn Jacek Wroblewski var búinn að leggja málið til hliðar þegar hann fékk ábendingu árið 2005 að það væri vert að skoða bók Krystian, að mikil líkindi væru með sögunni og morðmálinu, þetta var nánast eins og endursögn af morðinu. Krystian var í kjölfarið handtekinn en þremur dögum síðar var honum sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. En Jacek var viss um að hann væri morðinginn og hélt áfram að rannsaka málið.

Það kom í ljós að Krystian hafði þekkt fórnarlambið, Dariusz, hann hafði verið að slá sér upp með fyrrverandi konu Krystian, sem var mjög afbrýðissamur maður.

Krystian var ákærður og dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir morðið árið 2007. Bókin var meðal sönnunargagna sem saksóknari vísaði í fyrir dómi, en í bókinni voru ýmis smáatriði sem enginn gæti hafa vitað nema morðinginn sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty
Fókus
Fyrir 6 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 6 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi