fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. júní 2025 10:32

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalinn og vaxtaræktarkappinn Árni Björn Kristjánsson og eiginkona hans, Guðrún Ósk Maríasdóttir, matvælafræðingur og næringarþjálfari, voru að byrja með hlaðvarpið Taboo og taka fyrir nekt í öðrum þætti.

Árni og Guðrún hafa verið að vekja athygli á samfélagsmiðlum um tíma og ræddi Árni um málið í viðtalsþætti DV, Fókus, í mars.

Sjá einnig: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Árni og Guðrún. Mynd/Karin Bergmann

Hjónin eru ófeimin við að vera fáklædd eða nakin á samfélagsmiðlum og í daglegu lífi. Guðrún heldur vikulega svo kallaðar „naktar náttúru gusur,“ þar sem fólk kemur nakið saman í sauna og stýrir Guðrún ferðinni.

Sjá einnig: Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“

Í þættinum ræða hjónin um nekt og hvernig nekt hefur alltaf verið mjög náttúruleg og eðlileg fyrir Guðrúnu, en fyrir Árna hafi þetta verið lærdómsferli.

Skjáskot/Instagram

Guðrún segir einnig að henni hefur alltaf liðið vel í eigin skinni, en hún sé meðvituð um að það sé ekki endilega saga allra.

„Ég man þegar við vorum að byrja saman,“ segir Árni við Guðrúnu og heldur áfram:

„Þú varst alltaf eitthvað nakin á vappi um húsið, með opin gluggatjöld og ég bara eitthvað: „Guðrún! Við verðum að draga fyrir, það má ekki sjást í þig.“ Og þú bara: „Ha? Hvað meinarðu?“ Þetta var rosalega skrýtið fyrir mig því ég var með allt öðruvísi sýn á þetta.“

Árni segir að vandamál hans varðandi líkamsímynd hafi spilað þar inn í.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arni Bjorn (@arni_kristjansson)

Nektarsauna

Hjónin ræða einnig um saunaviðburðina sem Guðrún heldur vikulega þar sem fólk má mæta nakið.

„Ég hef fundið að karlmenn hafa verið pínu stressaðir. „Hvað ef ég fæ bara bóner?“ Og hvað þá? Ekkert. Það er bara eins og það er,“ segir Guðrún.

Þau segja að það sé hægt að fá standpínu fyrir alls konar hlutum, eins og lífinu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arni Bjorn (@arni_kristjansson)

Nekt á Instagram

„Eitt af því sem við höfum verið að lenda í, þegar við erum að deila frá okkar lífi, og það sést kannski í eina geirvörtu eða rassaskoru, þá [bannar Instagram það]. Það er svo mikið verið að ritskoða mann alls staðar,“ segir Árni.

„Svo er líka fólk í kringum okkur, sem segir að „þessi nekt á ekki heima í kringum myndir af börnunum ykkar.“ Eða: „Þetta á ekki samleið. Þið nakin í náttúrunni og næsta mynd eruð þið að kaupa ís með börnunum ykkar.““

Guðrún og Árni segjast ósammála þessu. „Þetta má eiga samleið. Og á ekki að vera eitthvað skítugt, ekki í lagi,“ segir Guðrún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arni Bjorn (@arni_kristjansson)

„Meira að segja, það getur verið eitthvað mjög saklaust, einhver mynd af okkur úti í náttúrunni sem er algjörlega ókynferðisleg. Og svo næsta mynd af börnunum okkar. Það er á gráu svæði, helst ekki. En hvað ef við myndum birta eitthvað sem er svolítið kynferðislegt og svo eitthvað með börnunum okkar. Má það coexista? Eða er það bara nei, nei,“ segir Árni.

„Mér finnst það mega, því við höfum líka einmitt tekið [myndband af okkur] á djamminu að dansa og þá er líka fólk bara: „Bíddu, hvað er í gangi hjá Árna og Guðrúnu?“

Þau ræða meira um nekt í þættinum sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum