fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði

Fókus
Föstudaginn 27. júní 2025 16:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona var nokkrar vikur að prjóna trefil fyrir vinkonu sína, en hún var svo ósátt við viðbrögð vinkonunnar við gjöfinni að hún tók hana til baka.

Konan leitaði ráða til netsamfélagsins á Reddit. People greinir frá.

Konan, sem er 28 ára, segir að prjóna sé hennar leið til að „slaka á og sýna fólki í lífi mínu ást.“

Vinkona hennar, Sarah, átti afmæli og tók það konuna nokkrar vikur að prjóna sérstakan trefil fyrir hana. „Trefillinn var í uppáhalds litunum hennar, mikið af flottum smáatriðum og satt að segja er þetta eitt það besta sem ég hef búið til,“ segir konan.

Mynd/Getty Images

Sarah virtist fyrst ánægð með gjöfina og birti meira að segja mynd af henni á samfélagsmiðlum. En sannleikurinn um tilfinningar Söruh kom í ljós í nýlegu partýi.

Einhver hrósaði Söruh fyrir trefilinn: „Sarah bókstaflega hló og sagði: „Ó, þetta gamla hérna? [Hún] bjó hann til. Hún eyðir öllum tíma sínum með garni í stað þess að eiga líf.“

Konan segir að Sarah hafi einnig sagt að hún væri bara með trefilinn því hún vorkenndi konunni og sagði að hann væri ekki lengur í tísku. Á meðan þessu stóð var konan í sama herbergi og heyrði allt sem var sagt.

„Ég var svo niðurlægð,“ segir hún. Hún nálgaðist Söruh í einrúmi. „Ég tók trefilinn rólega af henni og sagði: „Ef þetta er svona hræðileg gjöf þá þarftu hana ekki.“

Sarah var hissa en sögunni er ekki lokið. Konan segir að vinkonan hafi byrjað að dreifa sögum um að hún væri „afbrýðissöm“.

„Sumir segja að ég hefði bara átt að hunsa hana, en ég veit ekki, þetta var mjög sárt.“

Reddit-samfélagið hughreysti konuna og sagðist standa með henni. Einn netverji spurði hvort hún vildi vera vinkona einhverrar sem myndi tala svona um hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum