fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Nú steinhættir þú þessum ósið í sturtunni

Fókus
Föstudaginn 27. júní 2025 08:37

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 60 prósent fólks pissar í sturtunni samkvæmt niðurstöðum könnunar á vegum Abcotechbrand, og heldur örugglega að það sé alveg saklaust. En þetta getur valdið skaða til langtíma, sérstaklega hjá konum.

Ástralski læknirinn Dr. Zac varar við þessu athæfi, sérstaklega ef þetta er orðið að vana hjá þér í sturtunni. News.com.au greinir frá.

Hann segir að það sé algengur misskilningur að þvag sé dauðhreinsað, því jafnvel heilbrigt fólk er með bakteríur í þvaginu sínu. Þess vegna, ef þú pissar í sturtunni, geturðu verið að dreifa bakteríum yfir húðina, fætur og önnur svæði, sem er slæmt, sérstaklega ef þú ert með sár. Það getur aukið líkurnar á sýkingu. Áhættan er meiri ef þú ert með þvagfærasýkingu, og þetta ættu konur sérstaklega að hafa í huga þar sem þær eru fjórum sinnum líklegri en karlar til að fá þvagfærasýkingu.

Dr. Zac segir að þetta hefur einnig neikvæð áhrif á grindarbotninn hjá konum. „Kvenlíkaminn er hannaður til að pissa í sitjandi eða hnébeygju stöðu, þannig þegar kona pissar standandi er erfitt fyrir grindabotnsvöðvann að slaka á og tæma þvagblöðruna alveg.“

Með tímanum getur það skapað álag á þvagblöðruna og valdið vandamálum.

Þarft að pissa þegar þú heyrir vatn renna

„Þú getur skilyrt blöðruna með þessu, þannig að þegar þú heyrir vatn renna þá þarftu að pissa,“ segir Dr. Zac

„Sem getur með tímanum leitt til ofvirkrar blöðru eða þvagleka.“

Það er því best að – konur sérstaklega – takmarki þetta athæfi, eða jafnvel sleppi alveg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum