fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fókus

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Fókus
Mánudaginn 30. júní 2025 14:00

Brad Roberts.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur maður hefur stefnt lækni vegna margvíslegra heilsufarsvandamála sem hann glímir við í kjölfar notkunar á Ozempic.

Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf. Önnur lyf eru einnig á markað með sömu virkni, eins og Mounjaro og Wegovy.

Brad Roberts, 44 ára, hefur einnig höfðað mál gegn LifeMD, sem er fjarheilbrigðisfyrirtæki sem býður upp á aðgengi að læknum í gegnum síma eða tölvu.

DailyMail greinir frá. Brad fór á lyfið til að léttast og virkaði það vel, hann missti 68 kíló á hálfu ári, en svo byrjaði hann að finna fyrir ýmsum kvillum. Brad segir að hann hafi orðið fyrir verulegum og langvarandi skaða vegna notkunar á lyfinu.

Stórir skammtar og engin skoðun

Brad segir að hann hafi fengið lyfið, ásamt öðrum lyfjum, ávísað í gegnum fjarviðtal við lækni hjá LifeMD. Hann segir að skammtarnir hafi verið óhóflega stórir og að læknirinn hafi ekki framkvæmt eina einustu skoðun í kjölfarið.

Brad var fyrst ánægður með niðurstöðurnar og samþykkti meira að segja að koma fram í sjónvarpsauglýsingu fyrir LifeMD. En skömmu síðar byrjaði hann að finna fyrir einkennum eins og stöðugum verkjum í liðum, vöðvum og maga. Hann eyddi stundum 18 klukkutímum á dag í rúminu. Hann á einnig erfitt með gang og heyrir illa. Sjónin og minnið hafa líka versnað.

Dr. Yadira Lockard, sálfræðingur Brad, lýsir í dómskjölum mikilli andlegri vanlíðan hjá Brad eftir meðferðina. Hún segir hann hafa misst hæfni til að taka ákvarðanir, lesa eða skilja tölvupóst og einbeita sér. Hann lýsti einnig verk í munni, tannverk, sviða á gómi og því að geta aðeins innbyrt mjúkan mat.

Brad krefst rúmlega 35 milljónir dollara – eða rúmlega 4,3 milljarða krónur – í skaðabætur.

Læknir varar við

Læknirinn Annette Bosworth, sem kallar sig Dr. Boz á YouTube, hefur varað við langtímaáhrifum þyngdarað „Ozempic ætti ekki að vera leyfilegt í megrunarskyni.“

Hún sagði að eftir fimmtán ár mun fólk sjá að hún hafi haft rétt fyrir sér.

„Ozempic hefur ótrúleg áhrif á þyngdartap en það sem fólk áttar sig ekki á að það er ekki aðeins að missa fitu, heldur einnig vöðvamassa á mun meiri hraða en æskilegt er,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty
Fókus
Fyrir 6 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 6 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi