fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fókus

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 12:08

Katrín Myrra Þrastardóttir. Mynd/DV Fókus

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan, laga- og textahöfundurinn Katrín Myrra Þrastardóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Árið 2021 fékk hún ofsakvíðakast, það fyrsta af mörgum. Fyrir það hafði hún aldrei glímt við kvíða eða önnur andleg veikindi. Hún var örugg, leið vel með eigin hugsunum og naut þess að vera ein með sjálfri sér. Hún fór til að mynda ein í fjögurra mánaða ferðalag um Asíu sem byrjaði á jógakennaranámi í Taílandi. Það var því verulegt áfall að fá skyndilega ofsakvíða og vera síðar greind með felmtursröskun.

video
play-sharp-fill

Hlustaðu á þáttinn á Spotify, Apple Podcasts eða hlaðvarpsþjónustu Google. 

Katrín Myrra gaf út fyrsta lagið sitt, „Lies“, árið 2020 en það tók hana langan tíma að þora að taka fyrsta skrefið. „Þegar ég var yngri var þetta hundrað prósent eitthvað sem mig langaði að gera en ég fékk smá að heyra að þetta yrði ógeðslega erfitt og ekki endilega raunhæft. Þannig ég hélt að ég myndi aldrei gera þetta,“ segir Katrín Myrra, sem naut þess að syngja og prófa sig áfram í leiklist á barnsaldri.

„En síðan hugsaði ég bara: „Fokk it, af hverju ekki?“ Þegar ég var í kringum tvítugt. Ég vissi ekki alveg hvar ég átti að byrja en hafði samband við pródúser og við létum vaða.“

Skjáskot/Instagram @katrinmyrra

Fyrsta ofsakvíðakastið

„Ég hafði aldrei dílað við kvíða eða andleg veikindi áður og hélt að það myndi aldrei koma fyrir mig. Ég var búin að læra jógakennarann og ferðast ein og sat mjög vel í sjálfri mér. Árið 2021 fékk ég mitt fyrsta ofsakvíðakast og síðan eftir það fékk ég mörg. Ég var greind með ofsakvíðaröskun eða felmtursröskun eins og þetta er kallað. Þetta var alveg áfall í rauninni, að þetta hafi komið fyrir,“ segir Katrín Myrra.

Hvað er felmtursröskun?

Á vef Heilsuveru kemur þetta fram: Felmtursröskun er geðröskun sem einkennist af reglulegum ofsakvíðaköstum sem koma upp úr þurru í allskyns aðstæðum, án nokkurrar greinilegrar ástæðu og valda ótta.

„Ég myndi segja að þetta hafi sett svona… ég var búin að lifa lífinu mínu á ákveðinn hátt og þetta setti punkt þar sem ég þurfti að byrja upp á nýtt og læra að lifa lífinu öðruvísi og hugsa allt öðruvísi eftir að hafa gengið í gegnum svona erfiðleika. Ég leitaði mér hjálpar hjá sálfræðingi hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Ég veit að fullt af öðru fólki upplifir þetta, andleg veikindi eru ekki jafn tabú í dag og áður, en ég ákvað að vera frekar opin með þetta af því að ég vissi að mér myndi þykja gott að heyra af fólki sem væri að díla við það sama,“ segir Katrín Myrra.

Í bata en á varðbergi

Í dag er Katrín Myrra ekki lengur með felmtursröskun og er í bataferli.

„Ég fæ ekki lengur ofsakvíðaköst, en það liggur einhver kvíði undir sem var kannski ekki áður fyrr. Eða bara, við upplifum öll einhvern smá kvíða en pælum ekki í honum en eftir að þú hefur brennt þig einu sinni ertu hrædd um að brenna þig aftur. Þannig þú ert smá á varðbergi,“ segir hún.

„Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Ég hugsaði: Hvernig er þetta að gerast fyrir mig? Ég elskaði að sitja með hugsunum mínum. En í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari. Líka, maður lærir svo mikið, það er núna auðvelt fyrir mig að setja mig í spor fólks sem hefur dílað við einhverja svona andlega erfiðleika, það er eitthvað sem ég skildi ekki áður og ég held að það sé erfitt að skilja það nema þú hefur gengið í gegnum það sjálf.“

Fylgstu með Katrínu Myrru á Instagram, TikTok og hlustaðu á tónlistina hennar á Spotify.

Katrín Myrra samdi smáskífuna Skuggar um þetta tímabil í lífi hennar, smelltu hér til að hlusta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi
Hide picture