fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fókus

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Fókus
Sunnudaginn 29. júní 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn býr yfir einstakri hæfni sem hefur spilað mikilvægt hlutverk í þróun okkar. Við erum félagsverur sem getum deilt sögu okkar og reynslu í gegnum tungumálið og svo síðustu árþúsundir með því að skrásetja söguna. Þar með þarf ekki hver kynslóð fyrir sig að finna upp hjólið, við getum nýtt okkur þekkingu og reynslu annarra.

Sagan er þó ekki fullkominn. Má þá nefna dæmi um hvað framlag kvenna til vísinda og annarra greina hefur löngum verið vanmetið og eða eignað karlmönnum. Börn á hernumdum svæðum í Úkraínu læra nú rússnesku sögu lands síns, en ekki þá úkraínsku – sem væri ástæðulaust ef báðum útgáfum bæri saman. Sagan er skrifuð af sigurvegurum, er gjarnan sagt. Síðan eru þó nokkrar samsæriskenningar sem halda því fram að alþjóðasamfélagið hafi tekið sig saman og þurrkað heilu heimsveldin úr sögunni. Ein kenning heldur því fram að 297 árum hafi verið bætt við miðaldirnar með sögufölsun og að hinn sögufrægi keisari Karlamagnús hafi aldrei verið til – hann hafi verið skáldskapur sem var bætt við sögubækurnar.

Ein svona kenning fjallar um heimsveldið Tartaríu. Ef lesandi er að velta fyrir sér hvers vegna hann hefur aldrei heyrt um Tartaríu þá er það vegna þess að Tartaría var aldrei til – að minnsta kosti ekki samkvæmt sögubókunum. Félagarnir hlaðvarpinu Álhattinum velta Tartaríu fyrir sér í nýjasta þætti sínum.

Hin dularfulla Tartaría

Í lýsingu þáttar segir:

„Við lærum um Forn-Grikkland, Mesópótamíu, Egyptaland og alls konar forn stórveldi í skóla. En var heilt heimsveldi vísvitandi strokað út úr sögunni? Við erum að tala um Tartaríu. Risavaxið veldi sem náði allt frá Rússlandi og langt inn í Asíu og jafnvel yfir til Ameríku. Stórveldi sem nýtti sér framsækið orkukerfi, háþróaða byggingarlist og mögulega alls konar tækni sem við eigum erfitt með að skilja enn þann dag líkt og endurnýjanlega þráðlausa orku.

En hvernig má það vera? Ef Tartaría var eitt af stórveldunum miklu, hvers vegna hefur það verið þurrkað út úr bókstaflega öllum sögubókum alls staðar? Ef þetta var svona stór og valdamikið stórveldi, hvernig tókst þá einhverjum að sigra það?

Í þessum þætti af Álhattinum skoða strákarnir gögnin, kortin, ljósmyndirnar, byggingarnar og hina gríðarlega dularfullu þögn sem virðist ríkja um þetta mikla eða meinta stórveldi. Hvers vegna eru gömul heimskort virtra og þekktra kortagerðarmanna full af tilvísunum í Tartaríu en samt hvergi minnst á hana í opinberri sagnfræðikennslu?

Mynd/Wikipedia

Af hverju virðast stórfenglegar byggingar frá 19. öld með glæsilegum súlum og mikilfenglegum hvelfingum hafa verið reistar með mun þróaðri byggingartækni en við höfum í nútímanum? Hvað voru heimssýningarnar í raun? Voru þær notaðar til að endurnýta byggingar sem þegar stóðu og höfðu grafist undir leðjuflóðinu mikla? Hvers vegna voru þessar byggingar nærri því allar sprengdar niður eða jafnaðar við jörðu eftir heimssýningarnar?

Er „mud flood“-kenningin, um leðjuflóð sem á að hafa grafið niður menningarminjar, ekki jafn fáránleg og hún hljómar í fyrstu? Strákarnir kafa ofan í heim dularfullra huldra sögubóka, gamalla korta, grafinnar tækni og mögulegs fallins stórveldis í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar sem þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór velta fyrir sér hvort Tartaría hafið verið háþróuð siðmenning sem skrifuð hefur verið úr sögubókunum og falin fyrir mannkyninu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty
Fókus
Fyrir 6 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 6 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi