fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fókus

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fókus
Föstudaginn 27. júní 2025 12:59

Jonathan í dag og fyrir læknamistökin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur karlmaður í Georgíu í Bandaríkjunum fékk alvarlegt heilablóðfall eftir meðferð hjá kírópraktor, en mistök lækna á sjúkrahúsi urðu til þess að hann hlaut varanlegan og alvarlegan skaða.

Jonathan Buckelew, sem er í dag 34 ára, fékk flog og missti meðvitund þegar hann var í meðferð á hálsi hjá kírópraktor þann 26. október árið 2015. Hann var fluttur með hraði á sjúkrahús en þar fór heilablóðfall hans framhjá læknum og var hann ekki greindur fyrr en heilum degi seinna.

Töf við greiningu olli því að Buckelew þróaði með sér svo kallað „locked-in“ heilkenni – afar sjaldgæfur taugasjúkdómur sem veldur algerri lömun nema í augnvöðvunum. Þeir sem lifa við þetta ástand eru með meðvitund og geta heyrt, en eru algjörlega ófærir um að hreyfa sig eða tala.

Atlanta News First fjallaði um málið og ræddi við faðir Buckelew, Jack.

Buckelew höfðaði mál gegn kírópraktornum, sjúkrahúsinu og læknunum sem komu að málinu.

Hann fékk samtals rúmlega níu milljarða í skaðabætur.

Buckelew var fyrir þetta virkur í íþróttum og útivist. „Hann vill fara og gera svo margt, hjartað okkar brotnar við að sjá hann svona. Það eru dagar sem hann biður um að það verði slökkt á öndunarvélunum og þeir dagar eru mjög erfiðir,“ segir faðir hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty
Fókus
Fyrir 6 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 6 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi