fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Fókus
Fimmtudaginn 26. júní 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Tanner Martin er látinn eftir fimm ára baráttu við ristilkrabbamein. Hann var aðeins 30 ára gamall og auk þess nýbakaður faðir, en frumburður hans kom í heiminn 41 degi fyrir andlátið. Það var Martin sjálfur sem tilkynnti andlátið. Hann vissi í hvað stefndi svo hann hafði tekið upp dánartilkynningu sína fyrir fram og aðstandendur deildu því á Instagram fyrir hans hönd í gær.

„Hæ, þetta er ég, Tanner. Ef þið eruð að horfa á þetta þá er ég dáinn. Ég hef átt svakalegt líf,“ sagði áhrifavaldurinn og tók fram að hann hefði fengið hugmyndina að dánartilkynningunni eftir að hafa séð annan gera slíkt hið sama fyrir um ári síðan. Hann leit á þetta sem gott tækifæri til að deila því sem honum lá á hjarta.

„Krakkar, lífið var dásamlegt og ég naut þess virkilega á meðan ég var hér. Ég trúi því að það taki eitthvað við eftir þetta líf og ég er spenntur að fá að hitta allt fólkið og vonandi erum við núna bara að hanga og hæðast að ykkur nördunum.“

Martin taldi svo upp ástvini sem hann hefur misst í gegnum árin sem hann vonast til að eiga endurfundi við í eftirlífinu.

„Dauðinn er ógnvekjandi en það má líta á þetta sem nýtt ævintýri, þið skiljið? Ég er spenntur að komast að því hvernig þetta verður, vonandi verður það gott.“

Hann þakkaði svo fylgjendum sínum fyrir stuðninginn í gegnum árin. „Ég elska ykkur og grínlaust takk fyrir allan stuðninginn og fyrir að hjálpa mér að gera síðustu ár mín í þessari tilveru skemmti- og notaleg og takk fyrir að hjálpa mér að hafa það náðugt.“

Martin deildi svo öðru myndbandi sem innihélt ósk hans frá dánarbeðinu um að fólk aðstoði fjölskyldu hans á þessum erfiða tíma, þá einkum fyrir nýfædda dóttur hans. Martin tilkynnti árið 2023 að krabbameinið væri ólæknandi og líklega ætti hann aðeins um 2-5 ár eftir ólifað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum