fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Fókus
Laugardaginn 28. júní 2025 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Sif Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í alþjóðlegu fegurðarsamkeppninni Miss Supranational 2025, var í gærkvöld krýnd Miss Supranational Europe – einn af virtustu titlunum sem veittir eru í keppninni. Hún hlaut jafnframt titilinn Miss Photogenic 2025, en sá titill er veittur þeim keppanda sem þykir skara fram úr fyrir framan myndavélina.

Keppnin fór fram í kvöld (föstudag) í Strzelecki Park Amphitheater í Nowy Sącz í Póllandi þar sem konur frá yfir 60 löndum kepptu til úrslita. Lilja komst fyrst i hóp þeirra 24 stúlkna sem héldu áfram keppni, því næst í 12 stúlkna hóp sem komst áfram og endaði svo eins og áður sagði á að sigra titilinn Miss Supranational Europe 2025 – en með sigrinum er Lilja Sif orðin opinber fulltrúi Evrópu innan keppninnar.
Lilja Sif hefur áður hlotið athygli fyrir sigur í Ungfrú Ísland 2023 og þátttöku í Miss Universe. Með framúrskarandi sviðsframkomu, náttúrulegri útgeislun og fagmennsku hefur hún unnið hug og hjörtu bæði dómnefndar og áhorfenda.

„Ég á erfitt með að lýsa þessari stund. þetta er ótrúleg viðurkenning og mér þykir óendanlega vænt um stuðninginn sem ég hef fengið frá fólki frá öllum heimshornum. Ég vona að þetta sé hvatning til annarra ungra kvenna að fylgja draumum sínum,“ segir Lilja Sif.

Viðstödd í salnum í kvöld var Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi og stjórnandi Ungfrú Ísland, ásamt meginhluta teymis keppninnar.

„Þetta er ólýsanleg stund. Lilja hefur lagt hjarta sitt og sál í undirbúninginn og sýnt að íslenskur kraftur skín í gegn á alþjóðlegum vettvangi. Við erum ótrúlega stolt af henni – þetta er sigur fyrir hana, fyrir okkur öll og fyrir Ísland,“ segir Manuela Ósk.

Með þessum árangri hefur Lilja tryggt sér mikilvægan sess í alþjóðlegu fegurðarsamfélagi og mun á næstu mánuðum taka þátt í ýmsum alþjóðlegum viðburðum, góðgerðaverkefnum og kynningarstarfi á vegum Miss Supranational.

Það verður spennandi að fylgjast með Lilju og því sem framundan er og áhugasamir geta fylgt henni á Instagram @liljapetursd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum