fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Einar Gautur segir kerfið hafa brugðist skjólstæðingi sínum á öllum stigum – „Lögreglan kaus að trúa ekki barninu“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 30. apríl 2023 09:00

Einar Gautur Steingrímsson. Mynd: Lausnir lögmannsstofa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í frétt DV þann 18. apríl síðastliðinn, var virtur geðlæknir, Anna María Jónsdóttir, dæmd skaðabótaskyld í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ummæla sem hún lét falla um föður drengs í þremur læknisvottorðum sem hún ritaði fyrir móður drengsins.

Sjá: Anna María Jónsdóttir geðlæknir dæmd skaðabótaskyld vegna ummæla um föður

Vottorðin notaði móðirin til að vinna gegn umgengni föðurins við drenginn. Fór svo fram í 15 mánuði en faðirinn fékk síðar forsjá yfir drengnum. Þrenn ummæli læknisins sem hún lét falla um föðurinn í læknisvottorðunum voru dæmd dauð og ómerk.

Vottorð nauðsynleg til að sannfæra eftirlitsaðila

Einar Gautur Steingrímsson er lögmaður föðurins og útskýrir hann hvað fór úrskeiðis í kerfinu og hvar eftirlitsaðilar brugðust.

„Vottorðin voru móðurinni nauðsynleg til að sannfæra sýslumannsembættið, lögreglu, barnaverndaryfirvöld og skóla um að barninu stafaði hætta af föður.  Vottorð er vætti um það sem þú getur staðfest af eigin raun, og því gefið út úr frá þeim grunni. Læknisvottorð felur því í sér fullyrðingu um að læknirinn hafi sjálfur orðið þess áskynja sem þar kemur fram.

Ef að grunur leikur um að einstaklingur, maður eða kona, hafi beitt barn ofbeldi  ber að senda barnaverndaryfirvöldum  tilkynningu. Og þá ber barnaverndaryfirvöldum að rannsaka málið. Óheimilt er að gera slíkt í vottorði nema læknirinn hafi sjálfur orðið vitni af því sem hann staðhæfir.“

Hitti aldrei föðurinn heldur byggt á einhliða frásögn

„Sýslumannsembættið, lögreglan og barnaverndaryfirvöld tóku vottorðin góð og gild og treystu því að þau væru rétt. Skólinn lét ekki glepjast og setti viðkomandi skólastjóri málið í hendur barnaverndarnefndar.”

Anna María  hitti aldrei föðurinn og kvaðst sjálf hafa byggt mat sitt á einhliða frásögn móður. Síðar kom í ljós að ásakanirnar stóðust ekki og fékk faðirinn á endanum fulla forsjá drengsins.

„Jafnvel þótt að læknir trúi frásögn um ofbeldi getur hann ekki vottað um hegðun meints ofbeldismanns, einvörðungu byggt á frásögn annars aðilans.”

Í dómnum segir meðal annars: „Heilbrigðisstarfsmönnum ber að gæta varkárni, nákvæmni og óhlutdrægni við útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslna og votta það eitt er þeir vita sönnur á og er nauðsynlegt í hverju tilviki.”

Einar segir fram komið að  Embætti landlæknis hafi veitt Önnu Maríu áminningu vegna útgáfu vottorðanna

Auðvelt að ljúga að öllum

Einar segir engan fræðilegan og vísindalegan grundvöll til sem segi um hver ljúgi eða ekki.

„Geðlæknir getur ekki, á grundvelli menntunar sinnar, metið hvort frásögn meints þolanda sé sönn. Hann er ekkert færari um það en maður sem vinnur á hausara í saltfiskverkun. Mér er sagt frá rannsókn þar sem lögmenn, lögreglumenn og dómarar hafi gengið betur en öðrum að meta svona. Það gæti ekki byggist á fagmenntun heldur starfsreynslu. Það er jafn auðvelt að ljúga að sálfræðingi og skúringakonu,” segir Einar og bætir við:

„Þessi hugmynd, um að til sé til háskólamenntun, þar sem menn geti fundið út hvað hvort menn segi satt, er þvæla. Hún er jafn vitlaus og þegar að prestar áttu að finna út, á öldum áður, hver væri göldróttur. Það eru engin vísindi að baki slíku.Þess vegna gat geðlæknirinn ekki notað frásögn móður sem staðreynd í vottorði. Það er enginn vísindalegur grunnur fyrir slíku.”

Mynd/Getty

Eftirlitsstofnanir slökktu á rannsóknarskyldu

Einar Gautur segir eftirlitsstofnanir hins opinbera hafa brugðist á öllum stigum málsins.

„Á þessum aðilum hvílir rannsóknarskylda. En í þessu tilviki var slökkt á henni. Tilvist vottorðanna er það eina sem gæti skýrt þetta. Því var ekki litið til forsögu móður sem þegar hafði misst forræði þriggja barna og hafði auk þess langa neyslusögu.

Barnaverndaryfirvöld áttu sjálfstætt að rannsaka málið og komast að hinu sanna. En slík rannsókn fór aldrei fram.  Sýslumaður átti að gera það sama en þar var bara settur upp veggur gagnvart föður.

Og lögregla átti að rannsaka staðhæfingar um ofbeldi gegn barni, í umsjá móður, og ganga í málið. En það var heldur ekki gert. Þar var illilega brugðið frá þeirri reglu að trúa þolendum. Lögreglan kaus að trúa ekki barninu.

Ef að þessi aðilar hefðu sinnt sinni skyldu sinni hefðu til að mynda verið gerð lyfjapróf á frumstigi máls. Það var ekki gert.”

Sérfræðingadýrkun

Þegar Einar er spurður að því hvað sé hægt að gera til að slíkt eigi sér ekki aftur stað í kerfinu segir hann að Nýja testamentið lýsi því vel. „Það sem menn gera í leyndum þarf að hrópa á þökum uppi.“

„Það þarf að opna umræðuna og auka upplýsingaflæði til almennings.

Og þessi sérfræðingadýrkun gerir ekkert annað en að skemma réttarkerfið og hefur að mínu áliti sent saklaust fólk í fangelsi,” bætir Einar við.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram