fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Hvað varð um stúlkurnar sem urðu táknmyndir haturs og fordóma?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 4. september 2022 21:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin er tekin þann 4. september árið 1957 og er af hinni 15 ára gömlu Elizabeth Eckford á leið í skóla í Little Rock í Arkansas. 

Elizabeth var ein níu svartra barna sem voru að hefja skólagöngu í Little Rock Central High School, skóla sem hingað til hafði aðeins verið ætlaður hvítum börnum. Gríðarleg spenna hafði myndast í borginni dagana áður höfðu kynþáttaaðskilnaðarsinnar hótað að gera hvað sem væri til að koma í veg fyrir að svörtu nemendurnir stigu fæti inn í ,,hvítan” skóla. Ofbeldi væri ekki undanskilið.

Var alein vegna símaleysis

Margir höfðu miklar áhyggjur af öryggi barnanna og kvöldið áður var ákveðið að þau myndu hittast heima hjá Daisy Bates, leiðtoga mannréttindasamtakanna NAACP í fylkinu. Var því hringt í foreldranna og þau beðin um að sjá til að börnin kæmu til Daisy. Ekki undir neinum kringumstæðum mættu þau fara beint í skólann. 

En það var enginn sími á heimili Eckford fjölskyldunnar og fyrir mistök voru því foreldrar Elizabeth ekki látin vita. Því var stúlkan alein innan um öskrandi múginn við skólann. 

Elizabeth var meinuð innganga og þegar að hin börnin átta mættu var þeim snarlega snúið við og keyrð á brott. Elizabeth þeirra á meðal. 

Það var ekki fyrr en tuttugu dögum síðar að börnin stigu fyrst fæti inn í skólann undir verndarvæng hermanna sem Eisenhower forseti sendi þeim til fylgdar. 

Stúlkan öskrandi

En það er ekki bara Elizabeth sem öðlaðist frægð vegna myndarinnar. Það sama má segja um öskrandi stúlkuna á bakvið hana og er sú augljóslega sturluð af reiði. 

Hún hét Hazel Bryan og var á einu augabragði táknmynd kynþáttahaturs í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Hazel var dóttir hjóna sem voru hatrammir andstæðingar þess að svartir fengu jafnrétti á við hvíta.  Svo reið voru þau yfir stefnubreytingunni að þau tóku Hazel úr skólanum og settu hana í einkaskóla, aðeins fyrir hvíta. Hún dvaldi þar þó ekki lengi því að hún hætti námi og gifti sig ári síðar. 

Skipti um skoðun

En eftir að Hazel fór að fylgjast meira með mannréttindabaráttu Martin Luther King skipti hún um skoðun og afneitaði skoðunum foreldra sinna. 

Hún skammaðist sín mjög fyrir myndina og  sagist ekki getað lifað með því að börn hennar sæu hana þegar þau yxu úr grasi. Sex árum síðar leitaði hún svo Elizabeth uppi til að biðja hana afsökunar. Elizabeth þakkaði henni fyrir en lengra varð samtalið ekki. Það liðu 34 ár þar til konurnar hittust aftur. 

Elizabeth Eckford gekk síðar í herinn og varð einstæð móðir tveggja sona. Fjölmiðlar báðu hana reglulega um viðtöl en hún neitaði flestum þeirra.

Hazel Bryan helgaði sig sjálfboðaliðastörfum, einkum til aðstoðar minnihlutahópum og einstæðum mæðrum. 

Aftur saman á mynd

Árið 1997 var efnt til hátíðarhalda í Little Rock til að minnast að 40 væru liðin frá deginum sem börnin níu máttu sitja við hlið hvítra jafnaldra sinna. Meðal gesta var maður að nafni Will Counts, sá hinn sami og tekið hafði myndina frægu. Á svæðinu voru einnig bæði Hazel og Elizabeth. 

Þegar að Will sá að báðar konurnar gekk hann til þeirra og spurði hvort hann mætti taka af þeim mynd. Aftur, nú fjörutiu árum síðar. Þær tóku vel í það og tóku í kjölfarið spjall saman.

Í ljós kom að þær höfðu sömu áhugamál, áttu börn á svipuðum aldri og höfðu reyndar smekk á flestu því sama.

Seinni myndin af Elizabeth og Hazel, tekin 40 árum síðar.

Svo fór að með Elizabeth og Hazel tókst vinátta og næstu árin fóru þær saman í skóla og héldu fyrirlestra. En smám saman stirðnaði sambandið og ef til vill hefur gagnrýni annarra átt sinn þátt í því. Elizabeth var oft sökuð um að sýna Hazel of mikla linkind með vináttu og mörgum þótti Hazel vera athyglissjúk og nýta sér vináttu Elizabeth. 

Árið 2001 sauð upp úr á milli kvennanna tveggja og hafa þær aldrei talast við síðan svo vitað sé. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Í gær

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“