fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Beggi Ólafs veldur usla með umdeildu myndbandi – „Íslenskur Andrew Tate mættur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 29. ágúst 2022 13:00

Beggi Ólafs í myndbandinu umdeilda. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirlesarinn og hlaðvarpsstjórnandinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur verið talsvert á milli tanna netverja síðastliðinn hálfan sólarhring, eftir að hann birti myndband af sér tala um mikilvægi þess að karlmenn megi vera karlmenn.

Ummæli hans hafa verið höfð að háði og spotti á samfélagsmiðlum. Netverjar skiptast í fylkingar og fagna margir orðum hans á meðan aðrir harðlega gagnrýna þau.

„Mitt „take“ er bara að karlmennska er dyggð. Það er allt of mikið verið að tala niður karlmenn í samfélaginu í dag, að þeir séu hluti af einhverju kúgandi feðraveldi og séu hvítir forréttindapésar,“ segir Beggi í myndbandinu umdeilda.

„Það er bara kominn tími til að við tölum aðeins karlmenn upp og unga drengi upp. Þú vilt karlmenn sem gera allt í sínu valdi til að sinna hlutverkinu sínu eins vel og þeir geta, þú vilt menn sem taka ábyrgð og menn sem [sjá fyrir] fyrir sínum vinum og fjölskyldumeðlimum. Það er mikilvægt fyrir alla karlmenn að átta sig á því að það er ekkert að því að vera karlmaður, maður á að vera stoltur af því að vera karlmaður.“

Næst ræðir Beggi, sem er með MSc í hagnýtri þjálfunarsálfræði og er doktorsnemi í sálfræði, um eitraða karlmennsku.

„Eitruð karlmennska, þá ertu bara búinn að setja drullu í súpuna og hræra. Ég tel frekar að [það ætti] að tala um eitraða mennsku, eitraða hegðun. Af því að vera karlmaður, það er bara hlutverk fyrir sig. Það eru sterkir menn sem verða til staðar þegar allt fer í rugl og kaos, það eru sterkir menn sem meiða ekki eða beita ekki ofbeldi, það eru sterkir menn sem gera samfélagið og heiminn að betri stað.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by B E G G I Ó L A F S (@beggiolafs)

Yfir 260 manns hafa líkað við myndbandið og sumir skrifað jákvæð orð við færsluna. Hins vegar hafa álíka margir gagnrýnt hann á Instagram og enn fleiri á Twitter.

„Yikes my guy,“ segir einn netverji.

„Skil punktinn, steikt framsetning,“ segir áhrifavaldurinn Laufey Ebba.

Ein kona líkir honum við hinn umdeilda Andrew Tate. „Íslenskur Andrew Tate mættur,“ segir hún.

Bein tilvitnun í Jordan Peterson

Einum netverja finnst ummæli hans skuggalega lík ummælum kanadíska sálfræðingsins Jordan Peterson, en Beggi skrifar við myndbandið: „Það er ekki bara í lagi að vera karlmaður – heldur nauðsynlegt“ og fræg tilvitnun Jordan Peterson hljóðar sem svo: „„Það er í lagi að vera karlmaður.“ Það er ekki í lagi, það er nauðsynlegt.“

Beggi Ólafs hitti kanadíska sálfræðinginn í júní síðastliðnum, þegar sá síðarnefndi kom til landsins til að halda fyrirlestur.

„Þér hefur ekki dottið í hug að lesa þér til sjálfur í stað þess að endurtaka bara það sem Jordan Peterson segir? „Feðraveldið“ hefur til dæmis ekkert með það að gera að tala karlmenn niður, enda hefur feðraveldið rosalega neikvæð áhrif á karlmenn sjálfa samkvæmt þeim kenningum sem fjalla um feðraveldið. Eitruð karlmennska er heldur ekki eitthvað sem karla nota sér í hag, heldur er eitruð karlmennska eitthvað sem hefur neikvæð áhrif á karla og samfélagið allt, rétt eins og feðraveldið. „Það er ekki í bara í lagi að vera karlmaður – heldur nauðsynlegt.“ þetta er líka bein tilvitnun í orð Jordan Peterson,“ segir umræddur netverji.

Gagnrýni á Twitter

Kolbrún Birna H. Bachmann, lögfræðingur og plötusnúður, birti klippu úr myndbandi Begga á Twitter og skrifaði með: „Tími karlmanna er loksins kominn, mikið var.“

Sú færsla hefur einnig fengið mikil viðbrögð, yfir 25 þúsund áhorf eru komin við myndbandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“