fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Fyrstu 30 böndin kynnt til leiks á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves!

Guðni Einarsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíska ofurstjarnan Mac Demarco, indí bandið Whitney og breska Lundúnabandið Shame eru meðal þeirra sem spila á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni þar sem 30 listamenn eru kynntir til leiks, þar af 13 erlendir. Meðal íslenskra sveita sem fram koma eru Aron Can, GDRN, Hatari, Moses Hightower og Vök.

Þetta verður í 21 skipti sem hátíðin er haldin en hátíðin fer fram vítt og breitt um miðbæ Reykjavíkur. Með einu armbandi getur þú séð hundruðir hljómsveita frá öllum heimshornum spila allskonar tónlist.

Svokallaðir Super Early Bird miðar eru nú þegar uppseldir en Early Bird miðar eru nú til sölu í takmarkaðan tíma eða þangað til þeir seljast upp. Því fyrr sem þú kaupir miða því ódýrari verður hann.

Hér er að neðan er listi yfir allar þær sveitir sem hafa verið bókaðar en nánari upplýsingar um þær má nálgast á vef hátíðarinnar.

Nánar verður fjallað um hátíðina í DV tónlist sem fer fram á föstudaginn kl. 13.00. 

Erlendir listamenn

Mac Demarco
Whitney
Shame
Anna of the North
Boy Azooga
Georgia
Alexandra Stréliski
The Howl & The Hum
Sons
Murkage Dave
Amanda Tenfjord
Pavvla
The Garrys

Íslenskir listamenn

Aron Can
Auðn
Auður
Berndsen
Between Mountains
Ceasetone
Elín Sif
GDRN
Grísalappalísa
Hatari
Hildur
IamHelgi
Matthildur
Moses Hightower
Une Misére
Vök
Warmland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Útsjónarsemi Árna Johnsen – Til hvers að nota lyftuna?

Mynd dagsins: Útsjónarsemi Árna Johnsen – Til hvers að nota lyftuna?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Styles gefur út nýja tónlist og tónlistarmyndband eftir 2 ára pásu – Löðrandi í olíu og ber að ofan

Harry Styles gefur út nýja tónlist og tónlistarmyndband eftir 2 ára pásu – Löðrandi í olíu og ber að ofan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Breaking Bad kvikmyndin kemur á Netflix á morgun

Breaking Bad kvikmyndin kemur á Netflix á morgun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Andri Snær ræðir loftslagsmál og bráðnun jökla á BBC

Andri Snær ræðir loftslagsmál og bráðnun jökla á BBC