fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Guðmundur er Hafnfirðingur ársins 2018 – „Ég slekk öðruvísi elda og reyni að gera það nógu snemma áður en allt fer í óefni“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesendur Fjarðarpóstsins kusu lögreglumanninn Guðmund Fylkisson sem Hafnfirðing ársins 2018, en könnunin fór fram á vef Fjarðarpóstsins á milli jóla og nýárs.

Guðmundur er orðinn landsþekktur sem maðurinn sem leitar að Týndu börnunum, en hann hefur meðal annars verið í viðtölum í DV vegna starfs síns.

Í viðtali við Fjarðarpóstinn í tilefni kjörsins segir hann að varast skuli staðalímyndir barna í slíkum sporum, því ástæðurnar séu margar og ólíkar. Auk þess ræðir Guðmundur hvernig það kom til að hann fór í starfið, sem upphaflega átti að vera tilraunaverkefni til eins árs, þagnarskyldu starfsins, fjölgun leitarbeiðna, hvernig athyglin hamlar honum í starfi og lögleiðingu kannabis sem hann er alfarið á móti.

„Ég slekk öðruvísi elda og reyni að gera það nógu snemma áður en allt fer í óefni. Þá er það viss forvörn. Ég á orðið ansi marga félagsráðgjafa og annað barnaverndarstarfsfólk sem vini og þeir skjóta stundum góðlátlega á mig að þau geri alla vinnuna en ég fái umbunina og athyglina,“ segir Guðmundur.

„Við lögreglumenn erum líka einstaklingar með okkar persónulega líf og okkur er jafnvel úthúðað í fjömiðlum með einni hlið máls og í raun ættum við að kæra slíkt. Ég hef í tvö ár verið með réttarstöðu sakbornings fyrir ólögmæta handtöku og húsleit að mati einhvers sem var mögulega. Við vorum bara þarna á vegum embættisins með úrskurð í höndunum.“

Leitarbeiðnum fjölgar á milli ára

Á síðasta ári voru leitarbeiðnir 285 og hefur þeim fjölgað frá fyrri árum, árið 2017 voru þær 249 og 190 árið 2016. Einstaklingarnir voru 102 og þeim fjölgar líka. Rúmur helmingur kom nýr inn í fyrra. Guðmundur hefur frá upphafi leitað að 260 einstaklingum, einn þeirra er látinn (en hann var orðinn 18 ára þegar hann lést). Yngsta barnið var 11 ára. „Þetta eru ekki allt krakkar í neyslu, heldur kannski í andlegum veikindum, með hegðunarvanda og jafnvel búið að fóstra utan heimilis. Þau eru jafnvel að reyna að komast heim aftur. Þetta eru ekki einhverjar tilbúnar staðalímyndir sem ég leita að; ýmsar ólíkar ástæður fyrir vanlíðan og óhamingju þeirra.“

Tilnefningar raska starfi Guðmundar

Guðmundur segir að tilnefningar hans til manns ársins, bæði hjá Fjarðarpóstinum sem öðrum miðlum (hann var tilnefndur hjá DV meðal annars, þar sem hann varð í þriðja sæti í vali lesenda) raski starfi sínu þótt honum þyki vænt um að fólk kunni vel að meta það. „Ef ég auglýsi eftir krökkum þá fer kastljósið á mig og hefur áhrif á störf mín. Stelpa sem leitað var að fyrir og um aðfangadag fór að lokum á Stuðla og ungi maðurinn sem hjálpaði henni að fela sig var handtekinn. Samkvæmt 193. grein hegningarlaga eru viðurlög við slíku allt að 16 ára fangelsi. Ég beið til dæmis fram yfir kosningar um mann ársins með að segja fjölmiðlum að þessi maður var handtekinn og sé í gæsluvarðhaldi vegna þess og annarra uppsafnaðra brota.“

Aðpurður um þessi tímamót, þegar börn verða sjálfráða 18 ára, segir Guðmundur að fyrir foreldra sé það tvíþætt. „Annars vegar slaknar á ákveðinni spennu á milli foreldra og barna. Það er hálfa skrefið sem ég vil að fólk taki til baka; bakki aðeins út úr þeim þrönga ramma aðhalds. Hin hliðin er að þá verður kannski stjórnlaus neysla hjá manneskju eftir 18 ára aldur og foreldrar ekki tilbúnir að horfa upp á það og reyna að leita til mín. Ég reyni það sem ég get, sendi sms eða hringi. En ég get ekki leitað að þeim.“

Á móti lögleiðingu kannabis

Að sögn Guðmundar fara um 20-30 börn í hverjum 4000-5000 einstaklinga árgangi út af brautinni og til dæmis lenda á verkefnalista hans. Þar af séu 2-3 krakkar ótrúlega hömlulausir í að prófa hvaða efni sem er. „Þetta er ekki góð þróun. Þau blanda saman efnum til að draga úr óþægilegu áhrifum annarra efna; lyfsseðilsskyld lyf og fíkniefni. Þessi börn eru áhrifagjörn og þetta viðhorf hefur smitáhrif á milli þerra. Hvaða áhrif mun þetta hafa á líkama þeirra, heilsu og heilann þeirra eftir 3-5 ár? Það er staðreynd að til dæmis langvarandi kannabisneysla veldur geðveiki. Margir af þeim krökkum sem hafa prófað það einu sinni eru á geðdeild.“

„Ég hef ekki séð fulltrúa heilbrigðiskerfisins fara af stað með jákvæða umræðu um kannabis? Á meðan þeir gera það ekki þá vil ég ekki að þetta verði lögleitt. Það nægir mér að horfa upp á þá einstaklinga sem hafa tapað geðheilsunni. Í hópnum mínum eru krakkar sem voru jafnvel afrekskrakkar í íþróttum og líf þeirra og fjölskyldna umturnaðist og þau standa í bölvuðu ströggli í mörg ár.“

Við þetta vill Guðmundur bæta að þegar talað er um tíðni dauðsfalla af völdum notkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum þá deyja miklu fleiri fullorðnir af þeim völdum en ungmenni. Meðalaldurinn er um fimmtugt. Það hafi komið honum sjálfum á óvart þegar hann var fræddur um það. Umræðan verði bara svo mikil, eðlilega, þegar ungt fólk deyr af þessum orsökum.

Guðmundur er einhleypur en á sjálfur fjögur börn, fædd 1991 til 2003, þar af eitt stjúpbarn. Spurður um hvað þeim finnst um starfið hans segir hann að skilningur þeirra í hans garð sé nokkurn veginn uppsafnaður. „Stundum senda mínar yngri mér skilaboð þegar þær sakna mín og segjast vera týndar og hvort hann geti fundið þær á þessum og þessum stað.“

Viðtal Fjarðarpóstsins við Guðmund má lesa í heild sinni hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Í gær

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar