fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Felix segir mikinn létti að hafa komist áfram: „Stærstu fjölmiðlar heims eru á eftir Hatara“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2019 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hatari komst áfram í fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi. Þeir munu flytja framlag Íslands, Hatrið mun sigra, næstkomandi laugardagskvöld í Tel Aviv í Ísrael.

DV ræddi við Felix Bergsson, farastjóra íslenska hópsins.

Mikill léttir

Felix segir að það hafi verið mikill léttir að komast áfram í gærkvöldi.

„Það er óneitanlega búið að vera leiðinlegt að sitja eftir undanfarin ár þannig það var mikill léttir í gær að upplifa þessa tilfinningu. Að fá að fara með Klemens á blaðamannafundinn og draga pláss, og svo vorum við svo heppin að draga seinni hlutann sem ég er mjög  sáttur við og hlakka til að sjá hvar við verðum sett í röðina.“

Næstu daga ætlar hópurinn að fókusera sig að sögn Felixar. „Við erum að fara á fund núna og ætlum að fara yfir dagskrá næstu daga. Við eigum rólega daga í dag og á morgun þar sem við söfnum orkunni aftur því svo eru svakalegir dagar framundan, föstudagurinn og laugardagurinn,“ segir Felix.

„En það breytir því ekki að það er gríðarlegur fjölmiðlaáhugi, stærstu fjölmiðlar heims eru á eftir Hatara. Þannig að það verður eitthvað af þeim viðtölum tekið og menn bara láta sig hafa það að halda áfram í vinnunni. Þeir voru til dæmis í Good Morning Britain í morgun, vaknaðir fyrir allar aldir til að fara í það. Þeir eru að taka frekar stóra sjónvarpsþætti og stórar sjónvarps- og útvarpsstöðvar og fjölmiðla um allan heim. Þannig það verður næstu tvo daga en síðan bara byrjar algjör rússíbani á föstudaginn og honum lýkur ekki fyrr en að öllu er lokið. Það er bara svoleiðis.“

Flestir fóru að sofa

Felix segir að flestir meðlimir Hatara hafi farið að sofa eftir úrslitin og blaðamannafundinn í gærkvöldi.

 „Þau eru mjög fókuseruð. Við skáluðum hér á hótelinu, en við vorum ekki komin heim fyrr en rúmlega tvö. Skáluðum hér á hótelinu yfir þessu og glöddumst með íslenska hópnum, bæði nokkrir blaðamenn hérna og foreldrar þeirra og makar. Það var bara stutt skál og ég þakkaði þeim fyrir að hafa komið okkur þetta langt. Við töluðum um  hvað við hlökkuðum til að klára þetta og svo fóru allir að sofa. Það er bara svoleiðis.“

Atriðið tilbúið

Felix segir að það séu engin plön um að breyta atriðinu. „Það er ekki hægt að breyta neinu. Við erum búin að koma atriðinu okkar saman með samstarfsfólkinu hérna úti,“ segir Felix.

„Ef það er eitthvað þá er það örlítið í sambandi við myndvinnsluna eða ljósin, eitthvað sem er hægt að hafa einhver áhrif á, en atriðið sjálft breytist ekki.“

Aðspurður hvort hópurinn hafi vingast við einhverja úr keppninni segir Felix að meðlimir Hatara séu í ágætum samskiptum við flestalla.

„Það er kannski fólkið sem er hérna með okkur á hótelinu. Við erum hér með Írunum, Norðmönnunum og Finnarnir hafa verið nálægt okkur, við höfum gaman að vera í kringum þá. Ástralarnir eru miklir vinir okkar. Svo Pólverjarnir líka. Þær eru hér á hótelinu, alveg frábærar stelpur. Mikil synd að sjá þær ekki fara áfram í úrslitin,“ segir Felix.

Hatari sló í gegn í gærkvöldi. Mikið um eld á sviðinu.

Holland mesta samkeppni Hatara

Aðspurður hver mesta samkeppni Hatara sé segir Felix:

„Nú spyrðu stórt. Það er Holland, þær eru á hótelinu með okkur líka og eru miklir aðdáendur Hatara. Ástralía held ég örugglega og Frakkland og Svíþjóð myndi ég segja í augnablikinu. Svo er spurning með Ítalíu, hvar Ítalía mun raða sér í þetta, ég held þeir eigi eftir að  vera gríðarlega sterkir. Þannig að já ég held þetta séu þessi lönd sem við þurfum að dást að en jafnframt reyna að vera betri.“

Felix segist búast við því að meðlimir Hatara munu horfa á seinni undankeppnina á fimmtudagskvöldið.

„Sumir fara örugglega inn í höll ef við fáum miða það er að segja. Ég yfirleitt mæli með því við mína listamenn að prófa að horfa á í salnum til að upplifa þetta þeim megin frá. En svo er bara Eurovillage beint fyrir utan gluggann hjá okkur og það er víst rosa gaman að horfa á útsendinguna þar. Einhverjir horfðu þar á í gærkvöldi og það var brjáluð stemning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Í gær

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“