fbpx
Miðvikudagur 08.apríl 2020
Fókus

Varafyllingar tröllríða landanum – Sjáið fyrir og eftir myndirnar: „Þetta er ekki áhættulaus aðgerð“

Fókus
Mánudaginn 22. apríl 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki alveg áhættulaust að fara í varafyllingu,“ segir lýtalæknirinn Ágúst Birgisson í samtali við DV um heitustu tískubylgjuna er kemur að útlit og fegurð – þrýstnum vörum. Áður fyrr voru það eingöngu hinir ríku og frægu sem leituðu á náðir lýtalækna vegna slíkra aðgerða en nú eru varafyllingar orðnar afar algengar hjá fólki á öllum aldri, í öllum þjóðfélagshópum.

„Fyrst og fremst getur verið mar eða blæðing, það getur verið ofnæmi fyrir efninu með bólgu sem er þrálát og erfitt að eiga við. Svo getur verið blóðþurrð ef það lokast æð í kring. Þetta er ekki áhættulaus aðgerð,“ segir Ágúst. „Kannski algengasta áhættan er að það er einhver ójafna sem er þá hægt að laga. Það er hægt að laga með því að setja lyf sem leysir upp fylliefnið ef maður er óánægður með þetta og náð því niður þannig,“ bætir hann við.

Nánar er rætt við Ágúst um varafyllingar neðst í þessari grein, en fyrst skulum við líta á nokkra þjóðþekkta Íslendinga sem hafa tekið virkan þátt í að skapa þennan sterka tískustraum.

Manuela Ósk

Manuela Ósk hefur talað opinberlega um varafyllingar síðan 2017. Hún talaði mjög opinskátt um þær á Snapchat í ágúst 2017 og sagði fylgjendum sínum frá afslætti sem þeir gætu fengið af slíkri meðferð. Umræðan vakti mikla athygli og var harðlega gagnrýnd. Manuela Ósk er með yfir 51 þúsund fylgjendur á Instagram.

Mynd til hægri: Skjáskot/Instagram @manuelaosk
Mynd til hægri: Skjáskot/Instagram @manuelaosk

Tanja Ýr

Tanja Ýr hefur ekki opinberlega talað um að hún fylli í varirnar á sér og því er ekki hægt að slá því föstu. Varir hennar hafa þó óneitanlega orðið þrýstnari með árunum. Hún er með rúmlega 32 þúsund fylgjendur á Instagram.

Mynd til hægri: Skjáskot/Instagram @TanjaYra
Mynd til vinstri: missosology.info. Mynd til hægri: Skjáskot/Instagram @tanjayra

Jóhanna Helga

Jóhanna er líklega þekktust fyrir að vera besta vinkona Sunnevu Einars. Út frá myndum hennar að dæma mætti ætla að hún fylli í varir sínar, en DV hefur þó enga staðfestingu þess efnis. Hún er með rúmlega 11 þúsund fylgjendur á Instagram.

Myndir: Skjáskot/Instagram @JohannaHelga9

Sunneva Einars

Sunneva Einars er með rúmlega 41 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega um varafyllingarnar.

Myndir: Skjáskot/Instagram @SunnevaEinarss
Myndir: Skjáskot/Instagram @SunnevaEinarss

Alda Coco

Alda Coco er glamúrfyrirsæta og talar mjög opinskátt um varafyllingar. Alda kom nýlega í Föstudagsþáttinn Fókus, hlaðvarpsþátt dægurmáladeildar DV, og ræddi um þær fegrunaraðgerðir sem hún hefur gengist undir. Hún er með rúmlega 19 þúsund fylgjendur á Instagram.

Myndir: Skjáskot/Instagram @Aldacoco

Þórunn Antonía

Varir Þórunnar Antoníu hafa orðið meiri um sig síðustu misseri, en óljóst er hvort varafyllingum sé að þakka. Söngkonan er með tæplega átta þúsund fylgjendur á Instagram.

Mynd til hægri: Skjáskot/Instagram @ThorunnAntonia

Ásdís Rán

Ásdís Rán hefur talað opinskátt um að hún fylli í varirnar sínar í mörg ár. Glamúrfyrirsætan er með tæplega níu þúsund fylgjendur á Instagram.

Myndir: Skjáskot/Instagram @Asdisran

Viktor Andersen

Viktor Andersen er ekki feiminn um þær fegrunaraðgerðir sem hann hefur gengist undir. Hann var gestur Föstudagsþáttarins Fókus ásamt Öldu Coco og ræddi opinskátt um fegrunaraðgerðir. Hann hefur einnig komið fram í Ísland í dag til að ræða sama málefni.

Myndir: Skjáskot/Instagram @Viktor.Andersen

DV heyrði í lýtalækninum Ágústi Birgissyni.

Hafa varafyllingar aukist upp á síðkastið?

„Síðustu tvö-þrjú ár hefur þetta verið að aukast.“

Einhver sérstök ástæða fyrir því?

„Ætli þetta séu ekki tísku trendið í dag.“

Eru þetta sérstakir aldurshópar sem vilja fylla í varirnar?

„Þetta eru að mínu mati tveir hópar. Annars vegar eru það ungu konurnar. Ég segi konur, þetta eru mest konur en það eru einnig líka karlar í þessu. Og sama finnst mér gilda um seinni hópinn, sem er aðeins eldri. Þá finnst þeim varirnar farnar að þynnast og vilja fá aftur hið fyllta útlit.“

Hver er munurinn á varanlegum og tímabundnum fyllingum?

„Ég vil helst ekki nota [varanlegar fyllingar]. Það er töluvert mikil áhætta við þær. Ég hef haldið mig við hinar sem leysast upp og er minni áhætta við að nota.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í miðbænum

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Logi finnur björtu hliðarnar og greinir frá fimm COVID-nýyrðum

Logi finnur björtu hliðarnar og greinir frá fimm COVID-nýyrðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar missa sig yfir Tígrisdýra kónginum

Íslendingar missa sig yfir Tígrisdýra kónginum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skotheld ráð sem breyta innkaupaferðum þínum í Covid-faraldri

Skotheld ráð sem breyta innkaupaferðum þínum í Covid-faraldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva Einars kveður einkennislitinn og orðin dökkhærð

Sunneva Einars kveður einkennislitinn og orðin dökkhærð
Fókus
Fyrir 6 dögum

Patrekur Jaime útskýrir hvað „tea“ þýðir: „Þá veistu að það sé gott“

Patrekur Jaime útskýrir hvað „tea“ þýðir: „Þá veistu að það sé gott“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ester lést af slysförum aðeins 38 ára gömul – Söfnun hafin til styrktar syni hennar

Ester lést af slysförum aðeins 38 ára gömul – Söfnun hafin til styrktar syni hennar