fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Ragnar Jón er með geðhvarfasýki – „Ég hélt að geðrof væri að maður stæði í hvítum serk og segði „ég er Jesús“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. febrúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Jón Humi Ragnarsson var 26 ára gamall þegar hann var greindur með geðhvarfasýki árið 2013. Hann segir að þungu fargi hafi verið létt af honum þegar hann fékk loksins að vita hvað var að honum en hann hafði glímt við þunglyndi frá menntaskólaaldri. Eftir mikla sjálfsvinnu hefur hann lært inn á sjálfan sig og veikindi sín og nýtur daglegrar rútínu og hversdagslífs.

Blaðamaður DV settist niður með nafna sínum og ræddi hversdaginn, veikindin, batann til betra lífs og baklandið sem er stoð og stytta Ragnars.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Hélt að geðrof væri að vera í hvítum serk og segjast vera Jesús

„Síðan kemur fyrsta alvöru manían þar sem ég byrja að missa tengslin við raunveruleikann. Og það sem ég hef lært eftir að ég greinist er að þetta orð, geðrof, er miklu flóknara og stærra en ég hélt. Ég hélt að geðrof væri að maður stæði einhvers staðar í hvítum serk og segði „ég er Jesús,“ eða „ég er Napóleon,“ með sverð og skrítinn hatt. En það er svona bíómyndar- eða poppmenningarútgáfa af geðrofi,“ segir Ragnar.

„Næstu ár verður það svo þannig að það sem gerist í heilanum á mér og það sem ég upplifi er ekki það sama og er að gerast í raunveruleikanum. Veruleikanum sem þið hin sjáið. Það er eitthvert rof þarna á milli og geðlæknirinn minn útskýrði fyrir mér að það væri líka geðrof. Það sem er að gerast í heilanum á mér er raunveruleikinn og þú getur ekki sannfært mig um að það sem ég upplifi sé nokkuð öðruvísi.“

Á þessum tíma vann Ragnar sem sölumaður í Kaupþingi, á þeim tíma sem ríkti manískt ástand í bönkum landsins, og segist hann líklega ekki móðga neinn með þvi að segja að hann hafi passað vel þar inn.

„Ég hef stundum kallað þetta bankamaníuna, ég var agalega spliffaður gaur í jakkafötum, algjörlega ruglaður. Á þessum tíma var The Secret vinsælt, og maður átti að sjá fyrir sér milljónkall og hengja á vegginn. Og eftir árið endaði ég með milljónkall í skuld, sem er pínu fyndið eftir á, en ekki þá. Ég endaði bara í steik. Þarna var ég í mjög manísku ástandi.“

Hluti af tilvistarkreppunni að líða illa

Á svipuðum tíma og Ragnar og kona hans áttu von á sínu fyrra barni fluttu þau til Akureyrar og hann fór að kenna tónmennt við Brekkuskóla. „Ég var að vinna sem tónmenntakennari á veturna, á sumrin hjá Isavia og svo var ég inni á milli í námi. Ég bý að því að vera manískur kennari. Og það að vera manískur tónmenntakennari er geggjað, fullt af hugmyndum og fullt af krafti. Það voru 400 krakkar sem rúlluðu í gegn hjá mér á viku og við gerðum alls konar vitleysu þegar ég var í geðhæð, svo þegar ég fór niður þá voru YouTube-tímar, þar sem þau fengu bara að velja sér tónlistamyndbönd,“ segir Ragnar, sem oftast mætti til vinnu, þrátt fyrir að þetta væri mjög erfiður tími, en þarna vissi hann ekkert hvað það var sem hrjáði hann. „Þetta flaug alltaf einhvern veginn undir radarinn. Sú skoðun hefur fylgt mér frá menntaskóla eða jafnvel fyrr að mér ætti að líða svolítið illa, að það væri hluti af þessari eilífu tilvistarkreppu, sem það er alls ekki. Auk þess sem að þegar ég er ekki í þessari „tilvistarkreppu,“ þá komu uppsveiflurnar svo svakalega á móti, og ég hélt líka að það væri eðlilegt. Að ég væri bara svona peppaður gaur, að það væri eðlilegt að vera svona peppaður gaur.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“