fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Palli fór í meðferð 1999 – „Edrúmennskan er langbesta ákvörðun sem ég hef tekið í mínu lífi“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 20. janúar 2019 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlist hefur alltaf verið fyrirferðarmikil í starfi og leik Páls Eyjólfssonar, eða Palla eins og hann er alltaf kallaður, hann starfar í einni vinsælustu hljómsveit síðustu áratuga, er umboðsmaður konungs rokksins og á stóran þátt í öflugu menningarlífi Hafnarfjarðar.

Blaðamaður DV settist niður með Palla og ræddi menningarlífið í Bæjarbíói Hafnarfjarðar, tónlistina, umboðsmennskuna og æskuna í Vestmannaeyjum. 

Þetta er hluti af stærra helgarviðtali í DV sem kom út föstudaginn 18. janúar.

 

Edrúmennskan langbesta ákvörðunin

Palli hefur verið óvirkur í 20 ár, en hann fór í meðferð árið 1999. „Ég held að maður velji sér ekki tíma til að fara í meðferð, allavega var það ekki þannig í mínu tilviki. Stundum er talað um að maður nái botninum, minn var að tveir vinir mínir fóru í meðferð, sem ég skildi ekki þá, þar sem ég var sjálfur að nota mun meira. Þarna varð ég pínu einn eftir og hugsaði að ég gæti eins farið í meðferð eins og fara til Kaupmannahafnar að dópa eins og ég gerði undir það síðasta, því ég var búinn að reyna að sannfæra annan af þessum edrú vinum mínum, og mig þá meira um að ég væri hættur að dópa á Íslandi

Ég var lengi búinn að leita að ástæðu þess að ég var eins og ég var. Ég vissi að það var eitthvað að mér, en ég vissi ekki að ég ætti í erfiðleikum með áfengi og önnur eiturlyf, eins og kom svo í ljós. Þegar ég rankaði við mér eftir einhverja daga á Vogi þá var ég rosalega feginn að vita loksins hvað var að mér, þó að margir hefðu sagt mér það í mjög mörg ár. Ég var alkóhólisti og það var rosalegur léttir að komast loksins að því. Edrúmennskan er ferðalag sem er geggjað, einn dag í einu, og hefur gefið mér mikið.

Það fylgir oft tónlistarlífinu að drekka, og sérstaklega áður fyrr, þetta er öðruvísi í dag. Það er ekkert mál að vinna í þessum bransa innan um fólk sem er að drekka, löngunin í áfengi var algjörlega tekin frá mér og maður breytir bara aðferðafræðinni, er ekki jafn mikið innan um næturlífið og áður, maður gerir ekki ákveðna hluti, ég er ekki úti á nóttunni. Ég er svolítið búinn að fara á djammið, ég hef gríðarlega reynslu af djamminu og stundaði það mjög lengi og ég er bara að gera annað í dag. Edrúmennskan er langbesta ákvörðun sem ég hef tekið í mínu lífi.“

Er tími fyrir eitthvað annað en vinnuna?

„Já, ég hef gaman af laxveiði, en geri minna af því en áður. Ég ferðast og geri það mikið og svo eru Papar áhugamálið í seinni tíð. Fyrir þremur árum fór ég að iðka jóga og það breytti aftur lífi mínu. Ég hafði aldrei losnað við inngróinn ótta og kvíða eftir neysluna, en jógað er það fyrsta sem ég hef fundið sem slekkur á því. Ég varð svo hugfanginn af þessu andlega ferðalagi að ég tók 200 tíma jógaréttindi fyrir tveimur árum.

Ég er að skapa með því að gera það sem ég er að gera, búa til viðburði, fylgja þeim eftir og vera í sambandi við listamennina. Mér finnst ég aldrei vera í vinnunni af því að það sem ég er að gera, er ég að gera af ástríðu og af því að ég elska það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það var mjög erfitt að horfa upp á ungan mann í dauðastríði“

„Það var mjög erfitt að horfa upp á ungan mann í dauðastríði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Arnar byrjaði skyndilega að missa hárið – Hefði gert þetta öðruvísi í dag

Jón Arnar byrjaði skyndilega að missa hárið – Hefði gert þetta öðruvísi í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þú getir sagt til um typpastærð karlmanns með því að horfa framan í hann

Læknir segir að þú getir sagt til um typpastærð karlmanns með því að horfa framan í hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn rýfur þögnina eftir að Katrín greindi frá krabbameinsgreiningunni

Prinsinn rýfur þögnina eftir að Katrín greindi frá krabbameinsgreiningunni