fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Jón Knútur rifjar upp Líkfundarmálið – „Við tók algerlega súrrealískt ástand“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni frumsýningar myndarinnar Undir halastjörnu sem byggir á líkfundarmálinu svokallaða í Neskaupstað var Austurglugginn með tvær umfjallanir um málið í síðasta blaði, annars vegar var viðtal við Grétar Sigurðsson, einn af „líkmönnunum“ og hins vegar Jón Knút Ásmundsson, þáverandi ritstjóra Austurgluggans, sem var spurður að því hvernig var að vera blaðamaður á þessum tíma og lenda í hringiðunni miðri. 

Í viðtalinu segir Jón Knútur að fram að því hafi Austurglugginn verið dæmigert héraðsfréttablað, „við vorum reyndar búnir að spreyta okkur á „alvöru“ fréttum og vorum undir nokkrum áhrifum frá DV sem gekk í endurnýjun lífdaga um þetta leyti og var einstaklega ferskt og skemmtilegt, að okkur fannst í það minnsta.“

Helgi Seljan var blaðamaður blaðsins á þessum tíma og segir Jón Knútur að hann hafi skrifað frábæra yfirlitsgrein um málið og blaðamannsferill hans hafi í raun byrjað af alvöru þarna. „Svona skrifaði hann sig inn á DV „and the rest is history“. Hann varð fljótlega eftir þetta einn flottasti blaðamaður Íslands bæði fyrr og síðar og ég er fáránlega stoltur af honum. Svona svo það sé sagt.“

Eftir þetta jókst sjálfstraust okkar umtalsvert og við þorðum að kafa ofan í „alvarlegri“ mál. Ég held að mér sé óhætt að segja að blaðið hafi orðið þekkt eftir þetta, í það minnsta meðal fjölmiðlafólks og að sama skapi umdeildara. Áskrifendum fjölgaði ekkert þótt við legðum mikið á okkur að skrifa um eitthvað annað en veðrið.

Og jú, þetta hafði einhver áhrif á mig. Svona hádramatísk mál eru ágæt til að skera úr um hvort maður hafi það sem til þarf í fréttamennsku. Ég skildi það ekki þá en fáeinum árum síðar sagði ég skilið við fréttirnar. Ég var ekki týpan í þetta. Mér leið ekki vel í hringiðunni og eftir á að hyggja hefði líkfundarmálið átt að segja mér það strax

„Máttur vanans gildir ekki bara um manneskjur heldur heilu samfélögin“

Hvaða áhrif telur þú þessa atburði hafa haft í Neskaupstað meðan á þessu stóð? Hefur það kannski breytt einhverjum þar til frambúðar? „Ég skrifaði einhverja grein á sínum tíma í Austurgluggann. Inntakið í henni var í þá veruna að Norðfirðingar myndu aldrei gleyma þessu, bærinn hefði glatað sakleysi sínu og blablabla. Vissulega var fólk slegið og Norðfirðingar og aðrir landsmenn muna að sjálfsögðu eftir málinu, enda eru fjölmiðlar duglegir að rifja það upp. Þetta var heljarstórt frávik frá hversdagslífinu og nokkrum dögum eða vikum síðar hélt lífið bara áfram sinn vanagang. Varð hversdagslegt aftur. Máttur vanans gildir ekki bara um manneskjur heldur heilu samfélögin og líkfundarmálið er ágætis dæmi um það.“

Viðtalið við Jón Knút má lesa í heild sinni hér og viðtalið við Grétar Sigurðarson hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

María og Ingileif opna sig: „Mælikvarðinn á það að vera gott foreldri snýst ekki um að það séu bæði karl og kona á heimilinu”

María og Ingileif opna sig: „Mælikvarðinn á það að vera gott foreldri snýst ekki um að það séu bæði karl og kona á heimilinu”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægir Íslendingar á fermingardaginn

Frægir Íslendingar á fermingardaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?