Framsókn hefur ákveðið að ráðast í uppstillingu á listum sínum í öllum kjördæmum. Þessi ákvörðun var tekin að loknum kjördæmisþingum í dag.
Í fréttatilkynningu segir:
„Að loknum kjördæmisþingum Framsóknar í dag er ljóst að uppstilling verður viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum. Kjördæmisþing Framsóknar í Reykjavík hafði fyrr í vikunni samþykkt að viðhafa uppstillingu. Tillaga um uppstillingu var samþykkt samhljóða í öllum kjördæmum.
Framboðslistar Framsóknar munu verða samþykktir á kjördæmisþingum næsta laugardag, 26. október. “