fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Jakob Frímann: Þegar of margir mæta á ballið lækkum við ekki launin hjá rótaranum – það virkar ekki þannig

Eyjan
Föstudaginn 18. október 2024 17:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki hægt að láta venjulegt fólk þjást vegna þess að efnahagsleg velgengni okkar hefur verið svo mikil að Seðlabankinn hækkar vexti til að slá á þenslu. Nauðsynlegt er að koma með einhverjum hætti til móts við fólkið sem nú þjáist og til eru nægir peningar til þess. Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Það verður kosið um sitthvað en ég held að fólkið í landinu muni velja þann og þá sem það treystir til að koma skikki á efnahagslífið og gera það þá með kannski öðrum leiðum en menn hafa verið að reyna með þessu eina vopni í vopnabúrinu sem bersýnilega hefur ekki bitið sem skyldi, þetta eina meðal í lyfjaskápnum sem hefur ekki virkað sem skyldi.“

Þú ert þá að tala um …

„Vaxtamálin sem eru afleiðing of mikillar velgengni í efnahagslífinu. Að velgengni í efnahagslífinu skuli valda þjáningum alls almennings með þeim hætti sem ég hef nú skrifað um og tekið dæmi af 214 þúsund króna afborgun 2020 af íbúð er komin í 560 þúsund núna sem þýðir að viðkomandi er að missa …“

Viðkomandi er að missa eða tilneyddur að breyta um lánsform; fara í verðtryggt lán sem er miklu, miklu dýrara þegar upp er staðið.

„Já, já, þú ert að borga íbúðina þína nokkrum sinnum. Það er bara fjöldi Íslendinga sem hefur kosið það að gerast efnahagslegir flóttamenn – farið á aðra staði þar sem verðlag er með þeim hætti að það sé hægt að mæta húsaleigu og fæði,“ segir Jakob Frímann.

Þetta er alveg rétt. Ráðamenn hér benda á það hve ráðstöfunartekjur séu háar hér á landi en þegar þú ert búinn að taka inn í matvælakostnaðinn, húsnæðiskostnaðinn, vaxtabyrðina, þá eru þessar fínu ráðstöfunartekjur alls ekki eins fínar og virðist við fyrstu sýn.

„Það er nú málið. Það er engin einföld skýring á þessu en það er hægt að reyna að einfalda þessa flóknu mynd og segja: Við urðum of vinsæll áfangastaður og þar með urðu til þensluáhrif í samfélaginu og margt af því sem hefur líka verið að valda þenslu tengist því líka að fækka slysagildrum og gera öruggari skemmtigarð fyrir gestina til að orðsporsáhættan vaxi nú ekki með hverju dauðaslysinu sem verður. Því miður eru þau allt of mörg,“ segir Jakob Frímann.

„Að það komi of margir á ballið þýði að rótararnir lækki verulega í launum, það er formúla sem gengur ekki upp. Í hljómsveitarhagkerfinu er þetta mjög skýrt allt saman og eitt leiðir af öðru. Í hagkerfi eyjunnar sem við búum á þá hefur orðið einhvers konar stýring, sem yfirleitt er hengd um háls seðlabankastjóra og peningastefnunefndar, en það er ekki hægt að láta venjulegt fólk þjást öðru vísi en að koma til móts við það þá með einhverjum öðrum hætti því það er nóg til, menn viðurkenna það að umframtekjur ríkissjóðs þriðja árið í röð eru yfir 100 milljarðar. Það eru ofboðslegir peningar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn