fbpx
Miðvikudagur 30.nóvember 2022
Eyjan

Jón er kominn með nóg af „masi og þrasi“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 1. september 2022 18:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það.“

Svona hefst pistill sem Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði, skrifar en pistillinn birtist á Vísi í dag. Jón Ingi segir þá að það sé einnig staðreynd að flestir flokkar á sveitarstjórnarstiginu séu sammála um að lögbinda eigi rekstur leikskóla. „En þingflokkar þessara sömu flokka hafa lítið ljáð máls á þessu innan veggja Alþingis,“ segir hann svo.

„Það mun lítið breytast fyrr en Alþingi tekur á málefnum barnafjölskyldna með heildstæðum hætti með því að lögfesta leikskóla sem lögbundið hlutverk sveitarfélaga, lengja fæðingarorlof og þar með auka sveigjanleika ungs fjölskyldufólks til þess að sameina starfsferil, fjölskyldulíf og því að koma sér inn á fasteignamarkaðinn.“

Jón Ingi segir að það sé hlutverk hins opinbera að skapa samfélagslega umgjörð sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að blómstra. Í dag sé þó mikið af ungu og vel menntuðu fólki sem kýs að halda til útlanda til að stofna heimili og hefja starfsferil. Hann segir að ástæðan fyrir því sé sú að erlendis þarf fólk ekki að velja á milli starfsferilsins og fjölskyldunnar.

„Á meðan ungt fólk þarf að velja á milli starfsferils og því að stofna fjölskyldu er íslenskt samfélag ekki samkeppnishæft um ungt og efnilegt fólk, það mun leita annað. Ein stærsta áskorun samfélagsins er hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Við þurfum að hlúa betur að ungum barnafjölskyldum, það getur ekki verið eingöngu á herðum sveitarfélaga, hér þarf miklu meiri samvinnu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins.“

Ljóst er að Jón Ingi vill að þingmenn landsins geri eitthvað í málinu en pistillinn er, eins og titill hans gefur til kynna, ákall til alþingismanna. „Á meðan þingmenn segja pass í þessum málaflokki mun sama ófremdarástandið halda áfram,“ segir Jón Ingi. „Ég vil bjóða þingheimi og þá sér í lagi ríkisstjórninni að vera hluti af lausninni.“

Jón Ingi segir að flest sveitarfélög hafi ekki fjárhagslega burði til þess að koma til móts við auknar kröfur í þessum málaflokki án þess að þau fái meiri pening frá ríkinu. „Skuldastaða flestra sveitarfélaga er slæm og svigrúm til tekjuöflunar er lítið. Undanfarið hafa ríkisstjórnarflokkarnir verið í meirihluta í mörgum sveitarstjórnum þannig að hæg ættu heimatökin að vera til að ganga í verkin,“ segir hann.

Að lokum segir hann að það sé búið að ræða um þessi mál í nógu langan tíma og að nú sé kominn tími til aðgerða. „Við erum búin a masa og þrasa um þennan málflokk nógu lengi. Breytum þessu í vetur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dómsmálaráðherra Trump er skýr í máli – „Hann ætlar að eyðileggja Repúblikanaflokkinn ef hann fær ekki vilja sínum framgengt“

Dómsmálaráðherra Trump er skýr í máli – „Hann ætlar að eyðileggja Repúblikanaflokkinn ef hann fær ekki vilja sínum framgengt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Það er greinilega búið að láta vinstri grænu svipuna ganga á baki hæstvirts ráðherra“

„Það er greinilega búið að láta vinstri grænu svipuna ganga á baki hæstvirts ráðherra“