Laugardagur 27.febrúar 2021
Eyjan

Fyrrverandi bæjarstjóri segist vera höfuðstór og óttast að heilu landshlutarnir fari í eyði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. janúar 2021 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, grípur til nokkuð frumlegrar líkingar er hann lýsir yfir áhyggjum af byggðaþróun á landinu. Óttast hann að heilu landshlutarnir fari í eyði ef svo fer sem fram horfir.

Í grein Guðmundar á Vísir.is segir Guðmundur að hann hafi ávallt verið höfuðstór. Á meðan húfurnar hans eru í x-large stærð eru fötin í miðstæð. Hann segir að þetta sé ekki vandamál en ef höfuðið héldi áfram að stækka og búkurinn myndi rýrna samhliða því þá þyrfti hann að leita til læknis.

Hann segir að þetta stærðarójafnvægi einkenni byggðaþróun landsins: Ísland sé eins og höfuðstór rengla, 64% íbúa landsins búi á höfuðborgarsvæðinu. Í Danmörku sé hlutfallið 36%, 30% í Noregi og 26% í Finnlandi. Hann fer lýsir síðan byggðaþróuninni á Vestfjörðum:

„Vestfirðir hýstu 15% þjóðarinnar fyrir 100 árum. í dag búa þar innan við 2% landsmanna. Hlutfall Vestfirðinga hefur þannig farið úr 15% í 2% á rúmri mannsævi. Úr 13 þúsund íbúum í 7 þúsund. A sama tíma hefur landsmönnum öllum fjölgað úr 90 þúsund í 360 þúsund. Allur vöxturinn er í hausnum. Hann hefur bólgnað út án þess að búkurinn fylgi með. Það er raunveruleg hætta á því að heilu landshlutarnir fari í eyði. Hvað sem hver segir. Heilu útlimirnir visni og detti af.“

Guðmundur segir að þetta þurfi ekki að vera svona, þessi tegund byggðaþróunar sé ekkert náttúrulögmál. Hann segir að það sé ekki rómantík og fortíðarþrá að vilja halda öllu landinu í byggð heldur grafalvarlegt hagsmunamál sem snerti alla þjóðina. Síðan segir:

„Ef við ætlum að byggja afkomu okkar á styrkleikum landsins þá verðum við að halda tengslum við uppruna okkar. Rækta búkinn og halda nálægð við náttúru og hafsvæði. Við verðum að gera okkur grein fyrir, í eitt skipti fyrir öll, hvað gerir okkur að velmegunarþjóð. Á hverju við byggjum afkomu okkar. Af hverju við erum hérna. Það gerðist ekki með því að blása öllu loftinu í höfuðið.

Að leggja rækt við byggðir um allt land snýst um að halda í þessa styrkleika. Hreint og klárt. Viðhalda og byggja upp kerfin sem standa undir verðmætasköpuninni. Við erum að tala um vegina, fjarskiptin, rafmagnið, velferðarkerfið, matvælaframleiðsluna og menntunina. Við stöndum í miðri öfugþróun. Við þurfum að snúa henni við. Það er vel hægt. Við þurfum bara að skilja mikilvægið.“

Hann segir að plástrar á sár, ósamhæfni og máttlaust viðnám úr hornum ólíkra ráðuneyti hafi einkennt aðgerðir gegn byggðavandanum. Þetta dugi ekki til. Við birtum hér orðrétt síðari hluta pistilsins:

„Allir þeir sem hafa unnið að sveitastjórnarmálum geta sagt ykkur sögur af fundum sem áttu að fjalla um vanda landsbyggðanna. Þau munu segja ykkur að oft hafi þeim liðið eins þau sætu andspænis fólki frá öðrum plánetum. Fólki frá nokkrum ólíkum plánetum jafnvel. Allt eftir því hvaða stjórnmálaflokkar fara fyrir málaflokkum hverju sinni. Umhverfisráðherra segir eitt á meðan samgönguráðherra segir annað. Án þess að taka samhentir á vandamálinu. Eins og það eigi sér ekki stað neitt samtal eða samráð. Innan sömu stjórnar.

Mótbárur landshlutasamtaka hafa líka allar verið á einn veg. Þau spyrja í sífellu: Er í alvörunni ekki hægt að gera þetta saman? Getur þitt ráðuneyti ekki talað við hans og þið viðurkennt í sameiningu þetta risastóra vandamál sem vegur að grunnstoðunum? Taka svo metnaðarfullar ákvarðanir sem veita raunverulega viðspyrnu. Áratugalangar plástratilraunir og máttlaust viðnám, úr ólíkum hornum ólíkra ráðuneyta, dugar ekki til.

En kannski finnst okkur bara allt í lagi í að vera höfuðstór. Kannski finnst okkur bara fínt að vera beinaber. En fjandakornið, við hljótum að vera sammála um nauðsyn þess að búkurinn valdi höfðinu. Það er algjör lágmarkskrafa. Annars missum við á endanum hausinn.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um breyttar sóttvarnaaðgerðir í Danmörku – Segir stjórnarandstöðuna ekki taka faraldurinn alvarlega

Hart tekist á um breyttar sóttvarnaaðgerðir í Danmörku – Segir stjórnarandstöðuna ekki taka faraldurinn alvarlega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug hringdi í lögreglustjóra eftir að dagbók lögreglu kom upp um Bjarna

Áslaug hringdi í lögreglustjóra eftir að dagbók lögreglu kom upp um Bjarna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Barist um oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Barist um oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“

Heiðrún og Daði tókust á – „Auðvitað dettur engum heilvita manni í hug að bjóða upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín bjartsýn – Segir stöðuna góða

Katrín bjartsýn – Segir stöðuna góða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Bjarna hafa lofað nægu fjármagni fyrir rannsókn Samherjaskjalanna -,,Hefur greinilega ekki staðið við þau orð“

Segir Bjarna hafa lofað nægu fjármagni fyrir rannsókn Samherjaskjalanna -,,Hefur greinilega ekki staðið við þau orð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál

Jarðhræringar á Hengilssvæðinu gætu ógnað raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu – Þjóðaröryggismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu

Segir skort á íbúðarhúsnæði – Fólk fjárfestir í steypu