fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Gengur sátt frá störfum sínum á þingi og sem ráðherra

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 13:52

Sigríður Andersen. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen bauð afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, en hún sóttist eftir 2. sæti en endaði með að ná ekki neinu baráttusæti. Hún segist ekki gera kröfu um sæti á lista og gengur sátt frá störfum sínum sem þingmaður og ráðherra.

Hún segir á Facebook að hún sé áfram tilbúin að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er.

Margir hafa velt fyrir sér næstu skrefum Sigríðar og hafa gengið getgátur þess efnis um að hún myndi jafnvel ganga til liðs við Miðflokkinn. En hún sem og Brynjar Níelsson þingmaður, sem einnig er að hætta á þingi, hafa vakið eftirtekt síðustu misseri fyrir að vera ekki sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins í ýmsum málum, einkum hvað varðar sóttvarnaraðgerðir og þær skerðingar einstaklingsfrelsisins sem þær höfðu í för með sér.

Í samtali við mbl.is tekur hún fyrir að hún sé að skipta um flokk.

„Ég hef margoft tekið fram, og bent fólki á, að það er hægt að hafa áhrif á póli­tík án þess að vera kjör­inn full­trúi á Alþingi. Það hef ég gert í ára­tugi áður en ég tók sæti á Alþingi. En ég er ekki búin að ákveða mig hvað ég geri næst.“

Hún óskar sigurvegurum prófkjörsins til hamingju með árangurinn:

„Ég hef alltaf verið þakklát fyrir þann góða stuðning sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa veitt mér í þingprófkjörum flokksins undanfarin 15 ár. Það á ekki síst við um fjölmennt prófkjör sem lauk í gær. Maður þakkar auðvitað kærlega fyrir það þegar nokkur þúsund merkja við mann á kjörseðli þótt það hafi ekki dugað til að ná þeim árangri sem að var stefnt að þessu sinni.

Ég mun láta kjörnefnd flokksins, sem vinnur úr niðurstöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins.

Sem fyrr verð ég tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er. Hún sameinar íhaldssemi og frjálslyndi á svo fallegan hátt.

Ég óska Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til hamingju með skýrt umboð til að leiða framboðslista flokksins í borginni. Diljá Mist og Hildur mega sömuleiðis vera stoltar af árangrinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG