fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Anna gerir upp krabbameinið – 208 heimsóknir á göngudeild og 416 stungur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 26. apríl 2021 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, þakkar aðgerðarhópnum Aðför að heilsu kvenna fyrir baráttu þeirra og elju.

Anna hóf lyfjameðferð vegna brjóstakrabbameins fyrir tíu árum síðan. Á þessum tíma hefur hún þurft að gera sér tíðar ferðir á göngudeild lyfjadeildar sjúkrahússins á Akureyri (SAK) sem og í tíðar blóðprufur og lyfjagjafar.

„Mynd dagsins og nú er 10 ára múrinn fallinn, þar sem nú eru 10 ár síðan ég hóf lyfjameðferð vegna brjóstakrabbameins. Ég fékk talningu á því hversu oft ég hef farið á göngudeild lyfjadeildar Sak en það eru um 208 skipti, það merkir að ég hef verið stungin vegna blóðprufu og lyfjagjafar í kjölfarið amk 416 sinnum. Æðarnar í góðu lagi þó sjá megi ör á ákveðnum stungustöðum á handleggjum.“

Heilt yfir hefur meðferð hennar gengið vel.

„Á þessum árum hef ég tvisvar sinnum þurft að sleppa lyfjameðferð þar sem hvítu blóðkornin voru ekki alveg upp á sitt besta. En heilt yfir hefur gengið vel. Ég hef farið amk í CT myndir og hjartaómskoðun á 3ja mánaðar fresti.“
Alþingi tekur til umræðu í dag breytingar á fyrirkomulagi skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameini á Íslandi og segist Anna treysta sínum mönnum til að standa vaktina í umræðunni.
„Það er ekki hægt að setja sig í þau spor að þurfa að bíða eftir niðurstöðu greininga á sýnum og allir sérfræðingar hafa tjáð sig á þann hátt að staðan sé óviðunandi og óboðleg.“
Vísar Anna til fréttatilkynningar sem aðgerðarhópurinn Aðför að heilsu kvenna sendi frá sé rí morgun og þakkar hópnum fyrir baráttuna og eljuna.
Aðgerðarhópurinn gagnrýnir að rannsóknarstofa í Danmörku hafi verið fengin til að greina leghálssýni þegar möguleikinn var fyrir hendi að greina sýnin hér innanlands.
„Þegar fyrstu sýnin voru send til Danmerkur var augljóslega ekki búið að samræma og skipuleggja þá ferla sem eiga að vera til staðar til þess að skimunin og miðlun niðurstaðna gangi snurðulaust fyrir sig. Nú að mörgum mánuðum liðnum hefur lítið skýrst í þeim efnum og í mörgum tilvikum eru konur og fagaðilar jafnvel enn ekki búin að fá upplýsingar um niðurstöður rannsókna. Heilsugæslan hefur miðlað upplýsingum seint og illa til viðkomandi lækna sem leiðir til óvissu og óþæginda fyrir þær konur sem stóla á þessa þjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Enn hafi konur sem fóru í skimun í nóvember ekki fengið endanlega niðurstöðu á meðan einhverjar hafa nú fengið þá niðurstöðu að þær þurfi að fara í frekar rannsóknir eftir nærri sex mánaða ferli í óvissu og ótta.
Miklum fjárhæðum hafi nú verið varið í ófullnægjandi og ófullburða kerfi. Heilbrigðisráðuneyti haldi því fram að kostnaður við rannsóknir sé lægri í Danmörku en á Íslandi en hafi ekki lagt fram fullnægjandi gögn til að styðja þá niðurstöðu.
„Engar upplýsingar hafa verið gefnar um aukakostnað vegna flutnings-, innpökkunar- og tryggingargjalda, hvað þá kostnað við að breyta upplýsingum frá íslensku kerfi yfir í danskt og síðan aftur til baka. Ótalinn er þá kostnaður við að bíða eftir niðurstöðum sem getur haft áhrif á heilsu kvenna sem og þjóðhagslegt tap af töfum, misvísandi svörum og jafnvel að vinna úr röngum upplýsingum.“
Hópurinn telur að sýnin eigi að greina hér á landi og nýta þar með þekkingu, tæki og tölvukerfi sem hér eru fyrir hendi.
„Óhætt er að fullyrða að núverandi staða er með öllu óviðunandi og tryggir hvorki öryggi né gæði sem áskilin eru í starfsemi af þessu tagi. Biðin eftir niðurstöðum úr sýnatöku er allt of löng og komið hefur í ljós að ef kona þarf í frekari rannsóknir eða aðgerð eftir að niðurstöður berast er biðin einnig allt of löng. Ljóst er að hvorki heilbrigðisráðuneytið né heilsugæslan hafa metið áhættuna af þeim breytingum sem hafa verið gerðar og staða verkefnisins er því miður enn í algjörum molum.
Aðgerðahópurinn Aðför að heilsu kvenna, vill koma á framfæri þökkum til stjórnar Félags kvensjúkdómalækna og stjórnar Félags rannsóknarlækna fyrir að gefa sér tíma til að fara yfir stöðuna með okkur. Við lýsum miklum áhyggjum af því í hvaða farveg málið er komið og óskum þess að þessu ferli verði snúið við hið fyrsta. #adforadheilsukvenna
Erna Bjarnadóttir, Bryndís Dagbjartsdóttir, Hjördís Vilhjálmsdóttir, Margrét Hildur Ríkharðsdóttir og Una María Óskarsdóttir“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt