Föstudagur 26.febrúar 2021
Eyjan

Þau vilja leiða listana

Heimir Hannesson
Mánudaginn 18. janúar 2021 13:20

Ásmundur Einar, Guðlaugur Þór, Páll Valur og Líneik Anna sækjast öll eftir að oddvitasætum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að kosið verður til Alþingis í haust og segja innanbúðarmenn að einhugur sé innan stjórnarflokkanna með þá ákvörðun. Segja heimildir DV að eitthvað stórkostlegt þurfi að gerast til þess að samstarfinu verði slitið upp úr þessu og að kosningunum verði flýtt.

Þó rúmir níu mánuðir séu enn til kosninga eru flokkarnir farnir af stað með sinn undirbúning. Mismunandi er eftir flokkum og kjördæmum hvernig raðað verður á framboðslista fyrir komandi kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sögulega stuðst meira við prófkjör en aðrir flokkar. Samfylkingin í Reykjavík notast nú við uppstillingu en uppstillingarnefnd mun hafa niðurstöður „ráðgefandi könnunar“ sér til halds og trausts. Mikið uppnám er innan Samfylkingarinnar í Reykjavík, samkvæmt heimildum DV vegna leka á niðurstöðum könnunarinnar og þá helst meðal stuðningsmanna Ágústs Ólafs Ágústssonar, sem samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins gekk ekki vel.

Framboðin hrannast nú inn. Hjá Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi stefndi í slag um annað sæti, en svo virðist sem tekist hafi að afstýra þeim slag af nokkurri lagni þegar Ásmundur Einar Daðason tilkynnti að hann myndi sækjast eftir fyrsta sætinu í Reykjavík en ekki Norðvesturkjördæmi. Stefán Vagn Stefánsson og Halla Signý Kristjánsdóttir höfðu þá bæði tilkynnt framboð sitt til annars sætis á listanum. Stefán Vagn tilkynnti þá að hann vildi fyrsta sætið, og Halla að hún vildi fyrsta til annað sætið. Guðveig Eyglóardóttir hefur tilkynnt framboð sitt í fyrsta til annað sæti á listanum.

Þá tilkynnti í dag Páll Valur Björnsson að hann vildi leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Páll Valur var áður þingmaður Bjartrar framtíðar og vermdi annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður síðast. Hann er því varaþingmaður kjördæmisins. Oddný Harðardóttir er í dag oddviti flokksins í Suðurkjördæmi og formaður þingflokksins.

Þá hefur Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi tilkynnt að hún vilji leiða lista flokksins í kjördæminu í næstu kosningum. Þórunn Egilsdóttir, núverandi oddviti, mun sökum veikinda ekki taka sæti á lista fyrir næstu kosningar. Hún er ekki einu um að ætla sér að að leiða listann, en Ingibjörg Ólöf Isaksen tilkynnti í byrjun nóvember að hún hygðist gefa kost á sér í sætið. Framboðsfrestur rennur út um miðjan febrúarmánuð, svo ekki er loku fyrir það skotið að fleiri bætist í hópinn. Ingibjörg er bæjarfulltrúi flokksins á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofu Akureyrar.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti í viðtali í Morgunblaðinu um helgina að hann myndi áfram vilja leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi kosningum. Viðbúið er að hann fái mótframboð, þó það hafi ekki verið tilkynnt um það á þessari stundu.

Uppfært 14:32: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Páll Valur Björnsson ranglega sagður varaþingmaður Suðurkjördæmis. Hið rétta er að hann er varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, en gefur nú kost á sér í Suðurkjördæmi. Þetta hefur nú verið leiðrétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Einræði betra en eiginhagsmunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Bjarna hafa lofað nægu fjármagni fyrir rannsókn Samherjaskjalanna -,,Hefur greinilega ekki staðið við þau orð“

Segir Bjarna hafa lofað nægu fjármagni fyrir rannsókn Samherjaskjalanna -,,Hefur greinilega ekki staðið við þau orð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Græni Píratinn – „Eftir á að hyggja er þessi lending rökrétt“

Græni Píratinn – „Eftir á að hyggja er þessi lending rökrétt“