fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Staksteinar segja atlöguna að Alþingishúsinu í Búsáhaldabyltingunni hafa verið alvarlegri en atburðirnir í Washington

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 07:59

Frá Búsáhaldabyltingunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins fjalla um Búsáhaldabyltinguna og árásina á þinghúsið í Washington á miðvikudaginn í blaði dagsins. Segir að sumir íslenskir vinstrimenn fari nú mikinn vegna atburðanna í Washington og reyni jafnvel að nota þá til að slá pólitískar vinsældakeilur.

„Þetta fólk hefur valið að gleyma því að í desember 2008 ruddist hópur óeirðaseggja af vinstri væng íslenskra stjórnmála inn í Alþingishúsið, ruddi þar til hliðar þingvörðum og truflaði þingstörfin. Þingmenn þurftu að flýja undan ofbeldismönnunum og fengu jafnvel yfir sig gusur frá þeim,“ segir höfundur Staksteina síðan og bætir við að það hafi tekið um klukkutíma að rýma húsið. Á meðan hafi hróp verið gerð að lögreglunni og hún sökuð um fasisma. Sjö hafi verið handteknir.

Mótmælendur reyna að ryðjast inn í þinghúsið í Washington. Mynd:EPA

Höfundur segir að lögreglan hafi reynt að verja þinghúsið og hafi fengið yfir sig grjót og „annan ekki síðri óþverra frá „mótmælendum“ sem voru ekkert annað en pólitískir ofbeldismenn“. „Þessu svipar mjög til atlögunnar á þinghúsið í Bandaríkjunum en munurinn á atburðum hér og þar er helst sá að hér sátu lögreglumenn jafnvel undir því að einstaka þingmenn hnýttu í þá þegar þeir reyndu að hvíla sig í þinghúsinu eða að slíkir þingmenn væru í sambandi við ofbeldismennina og leiðbeindu þeim um það hvar varnir væru veikastar,“ segir höfundur síðan og lýkur máli sínu á eftirfarandi orðum: „Það var ömurlegt að fylgjast með atburðunum í Bandaríkjunum í fyrrakvöld, en atlagan hér á landi var í raun enn alvarlegri atburður þó að vinstri menn vilji helst að hún gleymist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma