fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Una stráfellir fullyrðingar Sigríðar – „Það sem þá gerist er það að fólk deyr“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 12:31

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má held ég fullyrða að í þessari reglugerð er kveðið á um aðgerðir svo áhrifamiklar og víðtækar og inngrip inní friðhelgi einkalífsins og persónuréttindi manna að annað eins hefur ekki þekkst, ekki bara í lýðveldissögunni heldur jafnvel í Íslandssögunni allri,“ sagði Sigríður Á Andersen á Alþingi þann 5. nóvember þegar rætt var um sóttvarnaraðgerðirnar sem áttu þá að gilda til 17. nóvember.

Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona og rithöfundur hefur nú skrifað pistil um þessar fullyrðingar Sigríðar en pistillinn birtist á Miðjunni. „Ég verð að segja að ég verð alveg undrandi þegar ég sé öðru eins haldið fram,“ segir Una í pistlinum. „Mesta inngrip í friðhelgi einkalífsins og persónuréttindi manna í Íslandssögunni allri?“

Una segir þá hvað það sé sem felst í þessum sóttvarnarreglum. „Gæta skal tveggja metra fjarlægðar, skyldugt er að vera með grímu í verslunum og skólum, og sumar stofnanir verða að hafa lokað hjá sér í nokkrar vikur,“ segir hún.

„Það sem þá gerist er það að fólk deyr“

Í ljósi þess að Sigríður fullyrti að aðgerðirnar væru mesta inngripí friðhelgi einkalífsins og persónuréttindi manna í Íslandssögunni ákvað Una að líta aðeins Íslandssöguna. „Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar tíðkaðist þrælahald. Það er sem sagt minna inngrip í persónuréttindi manna, að mati Sigríðar,“ segir Una og heldur áfram að stráfella fullyrðingar Sigríðar.

„Öldum saman var fólk tekið af lífi á Íslandi ef það var talið hafa rangar trúarskoðanir eða ef það hafði stundað kynlíf utan hjónabands. Það er minna inngrip í persónuréttindi manna, að mati Sigríðar.

Á 18. og 19. öld var í gildi vistarband sem skyldaði jarðnæðisnaust fólk til þess að ráða sig í vinnumennsku. Færi fátækt fólk gangandi af stað um landið var því refsað fyrir flakk. Það er minna inngrip í persónuréttindi manna, að mati Sigríðar.

Fátæku fólki var bannað að gifta sig, fátækar fjölskyldur voru leystar upp, fólk flutt hreppaflutningum í aðra landshluta og börn þess sett á bæi hjá ókunnugu fólki sem sveitarómagar. Það er minna inngrip í persónuréttindi manna, að mati Sigríðar.

Á tíma kalda stríðsins voru símtöl fólks hleruð af stjórnvöldum ef það taldist hafa óæskilegar stjórnmálaskoðanir. Það er minna inngrip í persónuréttindi manna, að mati Sigríðar.“

Eftir þessa sögustund nefnir Una hvað gerist ef engar sóttvarnarreglur eru settar. „Svo skulum við líta aðeins á það sem gerist ef ef ekki eru settar sóttvarnarreglur heldur fólki í sjálfsvald sett hvort það fer varlega eða ekki. Það sem þá gerist er það að fólk deyr. Er það minna inngrip í persónuréttindi manna, að mati Sigríðar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2